Fréttir

Birt þann 13. júní, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Allt það helsta frá E3 2019

Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór stóðu E3 vakt Nörd Norðursins í ár og fóru yfir helstu fréttir hér á síðunni. Fyrir þá sem ekki vita þá er E3 stærsta tölvuleikjaráðstefna heims og er haldin ár hvert í júní í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan er að finna samantekt á öllum fréttum sem birtar voru á heimasíðu Nörd Norðursins. Mestu lesnu E3 fréttirnar í ár tengdust Keanu Reeves í Cyberpunk 2077, FIFA 20 fótboltaleiknum og nýjum tölvuleikjagamanþáttum frá höfundum It’s Always Sunny in Philadelphia.

EA sýnir 15 mín. úr Star Wars: Jedi Fallen Order á EA Play

Sýndar voru um 15 mínútur úr leiknum. Saga hefst eftir að „Order 66“ var framkvæmd og Sith veldið eyddi nær öllu Jedi riddurunum í vetrarbrautinni. Leikmenn fara í fótspor Cal Cestus sem er að reyna að endurreisa Jedi regluna og er staddur á Wookie plánetunni Kashyyyk…
Lesa meira >>

FIFA 20 færir hasarinn á götuna á ný

Hægt verður að spila á fjölbreyttum leikvöngum eins og á þaki byggingar í Tókíó, búri í London eða undir hraðbraut í Hollandi. 3 á móti 3, 4 á móti 4 og 5 á móti 5 og í hinum ýmsu uppstillingum…
Lesa meira >>

Battlefield V fær ný borð og leikjatýpur

Nýtt kort var kynnt til sögunnar. Marita sem gerist í Grikklandi og þar þarf að berjast í skógum og þröngum og gömlum þorpsgötum þar sem hvert svæði skiptir máli. Áherslan er lögð á fótgangandi hermenn í þessu borði…
Lesa meira >>

The Outer Worlds kemur út í október

Leikurinn kemur út þann 25. október á þessu ári fyrir PC, PS4 og Xbox One og mun verða hluti af Game Pass þjónustu Microsoft frá byrjun og frír að spila sem hluti af áskriftinni…
Lesa meira >>

Microsoft örfréttir frá E3

Microsoft lofuðu ótal leikjum þetta árið, 60 leikjum samtals og þar af 14 frá Microsoft risanum sjálfum. Það er ekki hægt að segja annað en að þeir stóðu við það loforð. Leikirnir voru þó misstórir og mikið af smærri og indí leikjum var þar að finna….
Lesa meira >>

Battle Royale viðbót væntanleg fyrir Fallout 76

Nýr spilunarmöguleiki var kynntur til sögunnar sem kallast Nuclear Winter og er í raun Battle Royal viðbót fyrir leikinn. Í Nuclear Winter keppa alls 52 spilarar sín á milli á afmörkuðu svæði og endar ekki fyrr en allir spilarar eru úr leik nema einn, sem stendur uppi sem sigurvegari…
Lesa meira >>

Keanu Reeves með hlutverk í Cyberpunk 2077

Holy móli! Keanu Reeves mætir á E3 sviðið og áhorfendur missa sig af spenningi. Hann mun leika hinn fræga Johnny Silverhand og mun ljá leiknum útlit sitt, rödd og hreyfingar fyrir leikinn…
Lesa meira >>

Project Scarlett leikjavélin frá Microsoft kemur út á næsta ári

Næsta Xbox vél stefnir að minnka hleðslutíma leikja í gegnum streymisþjónustur. AMD mun áfram hanna örgjafa og skjákort vélarinnar í samvinnu við Microsoft. Kortið á að vera fjórum sinnum kraftmeira en Xbox One X…
Lesa meira >>

Doom hjálmurinn fylgir safnaraútgáfu Doom Eternal

Í Doom Eternal hafa djöflar hertekið jörðina og er þitt verkefni er að redda málunum og bjarga jörðinni. Í leiknum verður flakkað á milli vídda og meðal annars heimsótt himnaríki og helvíti…
Lesa meira >>

Watch Dogs: Legion skyggnir inn í myrka framtíð London

Í leiknum virðist London vera undir eftirliti í náinni framtíð þar sem „stóri bróðir“ fylgist með öllu. ctOS eftirlits- og stjórnunarkerfið virðist vera með puttana í öllu í borginni með drónum sínum og myndarvélum, ásamt hermönnum sem berja niður alla andspyrnu…
Lesa meira >>

Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

Þátturinn er í gerviheimildarþáttastíl og fjallar um fólk sem er að vinna að MMO-RPG leiknum Mythic Quest: Raven’s Banquet. Rob leikur Ian Grimm sem leiðir verkefnið og fjalla þættirnir um allt það sem fylgir því að búa til tölvuleiki…
Lesa meira >>

Dansleikurinn Just Dance 2020 væntanlegur

Just Dance 2020 kemur út fyrir Nintendo Switch, PS4, Xbox One, Nintendo Wii (já þið lásuð þetta rétt!) og Google Stadia streymiþjónustuna…
Lesa meira >>

Ubisoft kynnir nýja áskriftarþjónustu

Ubisoft kynnti uPlay+ áskriftarþjónustuna fyrir PC og Google Stadia. Áskriftin mun kosta $14,99 á mánuði og innihalda yfir 100 leiki og einnig DLC efni fyrir leikina…
Lesa meira >>

Tveir nýir Wolfenstein leikir væntanlegir í sumar

Tveir nýir Wolfenstein leikir eru væntanlegir nú í sumar, annars vegar VR-leikurinn Wolfenstein Cyberpilot og hins vegar Wolfenstein Youngblood sem er stærri í sniðum.
Lesa meira >>

The Division 2 fær fría prufuútgáfu og nýtt niðurhalsefni

Hægt verður að spila leikinn frítt á PC og leikjatölvum 13.-16. júní. Episode 1: D.C. Outskirts: Expeditions kemur út í júlí og er fyrsta stóra niðurhalsefnið fyrir leikinn og færir hasarinn út fyrir Washington D.C…
Lesa meira >>

Leikmenn munu geta spilað einir í Ghost Recon: Breakpoint

Ghost Recon: Breakpoint var kynntur fyrir ekki svo löngu og er framhald af Ghost Recon: Wildlands. Jon Bernthal úr The Punisher og The Walking Dead þáttunum er í hlutverki fyrrum Ghost hermanns og leiðtoga Wolves sveitarinnar sem leikmenn þurfa að berjast gegn á eyjunni Aurora…
Lesa meira >>

Final Fantasy VII endurgerðarinnar væntanlegur á PS4 árið 2020

Square Enix tilkynnti að Final Fantasy VII endurgerðin væri komin langt á leið og að fyrsti kaflinn leiksins yrði fáanlegur á PlayStation 4 þann 3. mars árið 2020…
Lesa nánar >>

Nintendo staðfestir framhald á The Legend of Zelda: Breath of the Wild

Nintendo staðfesti að framhaldið á The Legend of Zelda: Breath of the Wild væri í vinnslu fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna og stutt kitla sýnd úr komandi Zelda leik…
Lesa nánar >>

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑