Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Project Scarlett leikjavélin frá Microsoft kemur út á næsta ári

Phil Spencer yfirmaður Xbox hjá Microsoft mætti á sviðið á E3 kynningu fyrirtæksins í ár og ræddi um hve mikilvægir tölvuleikir og hönnun þeirra eru fyrir Microsoft. Leikir tengja fólk saman og nú eru um tveir milljarðar manns sem spila tölvuleiki og sú tala fer hækkandi. Mikil áhersla er lögð á að fólk geti spilað saman hvar sem er og á hvaða tæki sem er. Nokkuð ljóst að þetta er hluti af framtíðarstefnu þeirra.

Batman: Arkham Knight, Metro Exodus, Hollow Knight og Borderlands: The Handsome Collection bættust við í Game Pass þjónustuna í dag. Xbox Game Pass á PC er nýtt útspil og verða um 100 leikir fáanlegir í lok ágúst og núna verða leikir eins og Imperator Rome, Football Manager 2019 fáanlegir við opnun og síðar Halo Master Chief safnið sem inniheldur einnig Halo: Reach. Það er hægt að kíkja á opna betu strax í dag sem mun kostar $9,99 á mánuði. Xbox Game Pass Ultimate inniheldur Xbox Game Pass á Xbox One, Xbox Live Gold og Xbox Game Pass á PC. Hægt verður að prufa þetta í einn mánuð fyrir einn dollara.

Ný Elite Xbox fjarstýring er á leiðinni fyrir þá sem vilja það besta og hafa efni á því. Hún styður nú Bluetooth sem var ekki til staðar áður og er með betri rafhlöðu sem á að endast í allt að 40 tíma á einni hleðslu. Verðið er $179,99 eða um 22 þúsund krónur og má búast við að verðið verði hærra hér á landi.

Phil Spencer ræddi um það sem er framundan með Project xCloud og hvernig verður hægt að streyma leikjum á Xbox One eða önnur tæki og taka leikina þína með þér hvert sem þú ferð.

Næsta Xbox vél stefnir að minnka hleðslutíma leikja í gegnum streymisþjónustur. AMD mun áfram hanna örgjafa og skjákort vélarinnar í samvinnu við Microsoft. Kortið á að vera fjórum sinnum kraftmeira en Xbox One X. Ný kynslóð SSD harða diska verður í vélinni og notast vélin við GDDR6 minni og getur náð upp í 8K upplausn, 120 ramma á sekúndu og  „ray tracing“ grafíktækni í rauntíma. Það eru síðan orðrómar um að það verði til sölu ódýrari týpa af næstu Xbox vél, svipað og er í dag með Xbox One og Xbox One X og PS4 og PS4 Pro.

Hvað sem kemur út úr þessu verður forvitnilegt að sjá. Project Scarlett er nafnið á verkefninu sjálfu og kemur vélin út veturinn 2020.

Halo Infinite mun koma út á nýju vélinni og fylgir eftir því  sem gerðist með upprunalegu Xbox vélina. Við fáum að sjá mann sem virðist vera fastur í þó nokkurn tíma í Pelican geimskipi og kemst í samband við Master Chief sem flýtur um  í geimnum og bjargar honum. Þeir eru í nánd við brotinn Halo hring og fyrirsjáanlega hoppar Chief út úr geimskipinu.

Reiknað er með  að Microsoft muni leggja stóra áherslu á Project Scarlett á E3 2020 og kynna vélina fyrir alvöru og negla niður tímasetningunni á henni ásamt verði og leikina sem í boði á henni í kringum útgáfuna.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑