Fréttir

Birt þann 11. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Ubisoft kynnir nýja áskriftarþjónustu

Ubisoft kynnti uPlay+ áskriftarþjónustuna fyrir PC og Google Stadia á E3 tölvuleikjasýningunni. Áskriftin mun kosta $14,99 á mánuði og innihalda yfir 100 leiki og einnig DLC efni fyrir leikina. Nýjir leikir verða aðgengilegir samstundis í gegnum þjónustuna.

Þessi markaður er að verða frekar fullur og verður athyglisvert að sjá hvernig þessi fyrirtæki sem eru til fyrir munu reyna að keppa um hylli áskrifenda og peninga þeirra.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑