Fréttir

Birt þann 7. júní, 2025 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Þrívíddarskönnuðu Kirkjufell fyrir tölvuleik

Myrkur Games birti nýtt myndband á YouTube-rás sinni í kjölfar kynningar á hasar- og ævintýraleiknum Echoes at the End á Future Game Show leikjakynningunni. Í myndbandinu er farið yfir hvernig Kirkjufell og Sólheimajökull voru þrívíddarskönnuð með aðstoð drónamyndavéla og hvernig þrívíddarmyndunum var bætt við leikjaheim Echoes at the End. Þess má geta á gerist leikurinn gerist í ævintýraheiminum Aema sem Myrkur Games skapaði og sækir vænan innblástur í íslenskt landslag.

Kirkjufell er einstakt í útliti og vinsæll ferðamannastaður. Fjallað hefur ekki aðeins náð frægð í gegnum íslenskum náttúrumyndum og póstkortum heldur hefur fjallið einnig birst í Game of Thrones sjónvarpsþáttunum og tölvuleiknum Landnáma. Til að skoða fjallið enn betur getur þú kæri lesandi skellt þér í stutt flug með okkur í Microsoft Flight Simulator 2024 og flogið í kringum fjallið fræga.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑