Fréttir

Birt þann 8. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

FIFA 20 færir hasarinn á götuna á ný

Nýtt ár, nýr FIFA. Eins og sumarið leysir af veturinn þá er víst að EA muni gefa út nýjan FIFA fótboltaleik.

FIFA 20 mun innihalda Volta fótbolta. Þetta minnir okkur mikið á gömlu FIFA Street leikina þar sem áhersla er lögð á smærri spilun með færri leikmönnum og jafnvel engum markmönnum. Hægt verður að notast við alla leikmennina sem eru í leiknum ásamt liðum.

Hægt verður að spila á fjölbreyttum leikvöngum eins og á þaki byggingar í Tókíó, búri í London eða undir hraðbraut í Hollandi. 3 á móti 3, 4 á móti 4 og 5 á móti 5 og í hinum ýmsu uppstillingum. Auðvelt verður að nota umhverfið til að spila boltann framhjá andstæðingnum og notast við hin ýmsu boltabrögð. Hægt verður að velja á milli þess að spila sem karl eða kona og sérsníða útlit leikmanna.  

Varnarspilunin í FIFA hefur fengið uppfærslu og mun gervigreind tölvustjórnaðra leikmanna verða fjölbreyttari og raunverulegri en áður. Tæklingar eiga að verða betri fyrir þá sem vilja stjórna varnarmönnunum sjálfir. 1 á móti 1 hefur verið betrumbætt í leiknum ásamt nákvæmni í skotum að marki. Markmenn munu ekki verða eins vélrænir í að verja flest skot eins og áður.

Nú á að vera betra að klára færinn en áður sem á að hjálpa til að gera leikinn raunverulegri og betri í spilun. Hreyfing boltans á vellinum og hvernig hann bregst við spörkum hefur einnig verið betrumbætt frá fyrri leik.

Saga Alex Hunter í síðustu FIFA leikjum mun enda í FIFA 2020. Spurning hvað Hunter á eftir að gera? Að vinna dollu í HM kannski?

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑