Bíó og TV

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

Rob McElhenney úr It’s Always Sunny in Philadelphia kynnti nýja þætti á E3 tölvuleikjasýningunni þar sem hann ásamt leikurum úr þáttunum hafa verið að vinna að og tengist tölvuleikjaiðnaðinum. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Ubisoft. Þátturinn er í gerviheimildarþáttastíl og fjallar um fólk sem er að vinna að MMO-RPG leiknum Mythic Quest: Raven’s Banquet. Rob leikur Ian Grimm sem leiðir verkefnið og fjalla þættirnir um allt það sem fylgir því að búa til tölvuleiki og þau ævintýri og vandræði sem því fylgir.

Þættirnir eru væntanlegir á Apple TV streymiþjónustuna. Ef húmorinn er eitthvað í anda við Sunny þá ætti þetta að verða skemmtilegir þættir, og sérstaklega ef þeir negla hlutina í kringum hönnun tölvuleikja í stað þessa Hollywood dóts sem við sjáum oftast og tengist lítið raunveruleikanum.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑