Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Microsoft örfréttir frá E3

Microsoft lofuðu ótal leikjum þetta árið, 60 leikjum samtals og þar af 14 frá Microsoft risanum sjálfum. Það er ekki hægt að segja annað en að þeir stóðu við það loforð. Leikirnir voru þó misstórir og mikið af smærri og indí leikjum var þar að finna.

Ori and the Will of the Wisp fékk nýtt sýnishorn og útgáfudag. Leikurinn er í anda Metroid leikjanna og kom fyrsti leikurinn í seríunni skemmtilega á óvart fyrir góða sögu, útlit og spilun. Kemur út 11. febrúar 2020.

Minecraft: Dungeons er þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur þar sem vinir geta spilað saman í gegnum netið og barist við óvini í dýflissum. Leikurinn kemur út á næsta ári.

SpiritFarer er nýr leikur frá Thunder Lotus sem gerðu Jotun og Sundered. Virkar sem blanda af Terraria. Kemur á PC, PS4, Xbox One og Nintendo Switch.

Battletoads snúa aftur í þriggja manna co-op leik í teiknimyndastíl.

Indí leikir frá ID@Xbox átakinu voru kynntir og er úr mörgu að velja og allir munu verða fáanlegir á útgáfudegi í gegnum Xbox Game Pass áskriftarþjónustu Microsoft. Þetta viðskiptamódel er eitthvað sem margir útgefendur eru að horfa til uppá framtíðina og hvernig Microsoft muni ganga með þetta áður en þeir gera eitthvað.

12 Minutes er nýr gagnvirkur ævintýraleikur þar sem þú virðist spila sama tímabil aftur og aftur. Maður og kona sitja við matarborð og maðurinn byrjar að tala um hluti sem hafa ekki gerst ennþá og þá hættu sem þau eru í. Minnir pínu á Groundhog Day eða Source Code.

CrossfireX kemur út á næsta ári á Xbox fyrst og við erum engu nær eftir að hafa horft á sýnishornið hvernig leikur þetta verður.

George R. R. Martin og hönnuður Dark Souls leikjanna kynna nýjan leik sem þeir hafa verið að vinna að saman. Elden Ring heitir leikurinn og ætti að gleðja unnendur Souls leikjanna.

State of Decay 2 fær nýtt niðurhalsefni sem ber heitið Heartland sem inniheldur tvær  sögur til að spila í gegn og mun þetta vera stærsti pakkinn hingað til.

Forza Horizon 4 kom út í fyrra og gekk mjög vel í sölu og fékk fína dóma. Núna er hann að fá nýtt niðurhalsefni frá LEGO myndinni, já þið lásuð þetta rétt. Þetta hljómar kjánalega skrítið með alvöru bílun og bílum úr LEGO á sama borðinu eða á einu byggðu úr LEGO kubbum. Kemur út 13. júní og kallast Speed Champions.

Flight Simulator er að snúa aftur eftir smá pásu og er nú búin til úr hágæða loftmyndum og Azure streymitækninni, kemur út  á PC og Xbox.

Age of Empires II: Definitive Edition mætir í uppfærðri útgáfu í 4K upplausn, með öllu aukaefninu og uppfærðu hljóði á PC.

Microsoft bættu við sig nýjum stúdíóum í fyrra undir Xbox Game Studios og í ár var það Double Fine sem eru hönnuðir Psychonauts, Brutal Legend og Broken Age. Tim Schaffer kom á sviðið og lofaði að búa til nóg af efni fyrir Halo, Excel o.fl. En til allrar lukku leggur hann áherslu á Psychonauts 2 í staðinn. Það er búið að vera löng bið eftir framhaldi af þessum költ leik og nú fer að styttast í að biðin endi.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑