Fréttir

Birt þann 11. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

The Division 2 fær fría prufuútgáfu og nýtt niðurhalsefni

The Division 2 kom út fyrr á þessu ári hefur gengið vel hjá Ubisoft og Massive Entertainment að lagfæra þau atriði sem fólki fannst þurfa að laga í fyrsta leiknum. Þetta hefur þó ekki verið fullkomið og hefur leikurinn verið að fá reglulegar uppfærslur til að bæta hann.

Hægt verður að spila leikinn frítt á PC og leikjatölvum 13.-16. júní. Episode 1: D.C. Outskirts: Expeditions kemur út í júlí og er fyrsta stóra niðurhalsefnið fyrir leikinn og færir hasarinn út fyrir Washington D.C. Episode 2: The Last Castle kemur í haust og gerist í Pentagon herráðuneytinu. Það verður síðan nýtt Raid með í för. Í Episode 3 eltast leikmenn við svikara og virðist sögusvið leiksins vera New York borg og verður sá hluti leiksins gefinn út á næsta ári.

su_youtube url=“https://www.youtube.com/watch?v=th-qvZwoc4w“]

Tilkynnt var á E3 tölvuleikjaráðstefnunni að The Division kvikmyndin sem Ubisoft er að vinna að með leikurunum Jessica Chastain og Jake Gyllenhaal verður unnin í samvinnu með Netflix streymiveituna.

su_youtube url=“https://www.youtube.com/watch?v=sJ1hdbF2fZk“]

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑