Íslenskt

Birt þann 4. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Afmælispistill

Kæri lesandi,

Fyrir nákvæmlega ári síðan sat ég sveittur fyrir framan tölvuskjáinn að pússla saman efni í fyrsta tölublað Nörd Norðursins – en fyrir þá sem ekki vita það þá byrjaði Nörd Norðursins sem veftímarit. Viðtökurnar voru vægast sagt frábærar og létu margir hvatningarorð falla í kjölfarið, sem virkuðu eins og nítró á vel smurða nördavél.

Eftir fimmta tölublaðið ákváðum við að gera efnið okkar aðgengilegra með því að birta það beint á heimasíðunni okkar. Í kjölfarið hefur heimsóknum á síðuna fjölgað jafnt og þétt og eru sífellt fleiri  lesendur að bætast í hópinn.

 

Auglýsing fyrir 1. tbl. Nörd Norðursins


Nörd Norðursins er langt frá því að vera eins manns verk og hafa fyrrverandi og núverandi pennar náð að gera síðuna einstaklega áhugaverða með því að skrifa um fjölbreytt efni þar sem sérþekking hvers og eins fær að njóta sín.

Þar sem  margir nýir lesendur hafa bæst í hópinn datt mér í hug að lista nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Nörd Norðursins.

 

Takk fyrir lesturinn og megi krafturinn vera með yður,
Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri og nörd

Forsíðumynd: Portal kaka

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑