Allt annað

Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

Portal kaka

eftir Erlu Jónasdóttur

Það eru margar útfærslur á netinu af Portal kökunni frægu, ég vildi að hún liti út nákvæmlega eins og kakan í leiknum. Ef þú vilt gera kökuna þarftu eftirfarandi:

  • 2 köku botna að eigin vali, ég valdi að gera vanillu botna
  • Ganache krem
  • Súkkulaði, í kremið og til að skera í bita og setja utaná kökuna
  • Hvítt krem (ég notaði tilbúið krem)
  • Kirsuber
  • 1 kerti

Til að búa til ganache krem þarf 200 gr. af súkkulaði og um 180 ml. af rjóm, einnig bætti ég við ca. 50 gr. af núggati til að fá smá hnetubragð af kreminu.

Rjóminn er hitaður að suðu, á meðan er súkkulaðið brytjað niður og sett í hitaþolna skál. Rjómanum er svo helt yfir súkkulaðið, aðeins leyft að liggja og svo hrært þar til súkkulaðið er alveg bráðnað. Það er hægt að nota kremið strax, og er því þá helt yfir kökuna) en það er líka gott að geyma það í kæli í nokkrar klst. og þá verður það þykkara (sem ég gerði) og þá er því smurt á kökuna

Til að kakan sé “jöfn” slétti ég botnana með því að skera örlítið ofan af þeim. Kremið er sett á milli botnanna og yfir alla kökuna, þar á eftir er súkkulaðinu stráð yfir kökuna (getur verið svolítið erfitt að koma því á hliðarnar og þá er gott að vera með smá þolinmæði)

Hvíta kremið er sett í sprautupoka með stjörnustút og sett á sex staði ofaná kökunni, ofaná hvert hvítt krem er sett eitt kirsuber.

Í lokin er kertinu komið fyrir á miðri kökunni og kveikt á því.

Og þá er kakan tilbúin, verði ykkur að góðu 😉

 

Portal kaka

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑