Birt þann 4. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Nörd Norðursins 2 ára!
Nörd Norðursins er 2 ára í dag! Síðan hefur stækkað og eflst jafnt og þétt og stefnum við hjá Nörd Norðursins enn á heimsyfirráð árið 2021. Við hvetjum lesendur til að fylgjast með okkur á Facebook, en þar myndast stundum ansi skemmtilegar og heitar umræður.
Fyrsta auglýsingin fyrir Nörd Norðursins birtist í smáauglýsingum Fréttablaðsins þann 9 apríl 2011 – ekki krúttó?
Nörd Norðursins er langt frá því að vera eins manns verk og hafa fyrrverandi og núverandi pennar náð að gera síðuna einstaklega áhugaverða með því að skrifa um fjölbreytt efni þar sem sérþekking hvers og eins fær að njóta sín.
Þar sem nýir lesendur eru sífellt að bætast í hópinn er tilvalið að renna yfir nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Nörd Norðursins síðastliðið ár.
- Nörd Norðursins birtir reglulega umfjallanir og gagnrýni á tölvuleikjum, kvikmyndum o.fl.
- Mest lesna leikjarýnin á Nörd Norðursins er Mass Effect 3.
- Mest lesna kvikmyndarýnin á Nörd Norðursins er Prometheus.
- Nord Norðursins fjallar einnig um spil, bækur, viðburði, tækni og vísindi, birtir leikjanördablogg og fleira.
- Nörd Norðursins birtir reglulega topplista og Föstudagssyrpur.
- Nörd Norðursins hélt Star Wars ljósmyndakeppni þar sem nokkrir unnu miða á Star Wars tónleika Sinfó.
- Nörd Norðursins hefur heimsótt Mad Monster Party, Ókeypis myndasögudaginn, HR-inginn, Comic Con í London, London Film & Comic-Con síðastliðið ár.
- Nörd Norðursins hefur hitt Dario Argento, George R. R. Martin, Christian Bale, Tom Hardy o.fl.
- Nörd Norðursins hélt uppvakningagöngu og mætti bandaríski sendiherrann á Íslandi sem zombí.
- Nörd Norðursins fjallaði um E3 2012.
- Nörd Norðursins náði að plata marga með aprílgabbi.
- Nörd Norðursins veitir íslensku efni sérstaka athygli.
- Nörd Norðursins er skrifað af nördum fyrir nörda.
- Nörd Norðursins hefur birt lista yfir bestu rauntímaherkænskuleikir seinustu aldar, bestu helgarferðirnar til vísindaskáldskaparborga, lista yfir íslenskar óskamyndir, lista yfir bestu kvikmyndir og leiki ársins 2012 o.fl.
- Nörd Norðursins er á Facebook og Twitter.
- Nörd Norðursins er með 1.152 ljósmyndir á Flickr.
- Nörd Norðursins er með 19 myndskeið á YouTube
- Nörd Norðursins hefur birt 384 færslur síðastliðna 365 daga.
- Nörd Norðursins fær að meðaltali yfir 2.300 heimsóknir á viku.
- Nörd Norðursins er óháð vefsíða.
- Nörd Norðursins er ávallt í leit að fleiri snillingum.
- Nörd Norðursins þakkar eintaklingum og fyrirtækjum sem hafa styrkt okkur með beinum eða óbeinum hætti. Einnig þökkum við fjölmiðlum fyrir að sýna síðunni athygli.
- Nörd Norðursins hyggst ná heimsyfirráðum árið 2021!
Takk fyrir lesturinn og megi krafturinn vera með yður,
– Bjarki
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.