Bíó og TV

Birt þann 19. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Christian Bale og Tom Hardy á rauða dreglinum [MYNDBAND]

Ritstjóri Nörd Norðursins var á röltinu um miðbæ London í gær og varð var við fjölmenni í grennd við Leicester Square. Við nánari athugun kom í ljós að stórstjörnur úr The Dark Knight Rises voru væntanlegar á Evrópufrumsýningu myndarinnar í Empire Cinemas og Odeon sem eru tvö kvikmyndahús sem eru staðsett við Leicester Square.

Þegar ritstjóri mætti var búið að setja upp stórt líkan af grímu Leðurblökumannsins á torgið og rauði dregillinn var tilbúinn fyrir gesti.  Mikil gæsla var á svæðinu enda mikið af æstum aðdáendum.

Á svæðið mættu stærstu nöfnin úr The Dark Knight Rises; Christopher Nolan, Christian Bale, Tom Hardy, Morgan Freeman, Anne Hathaway, Joseph Gordon-Levitt og Marion Cotillard. Gestirnir gengu úr hinni risavöxnu grímu og upp rauða dregilinn sem endaði í kvikmyndahúsunum tveimur.  Bíll Leðublökumannsins var einnig á svæðinu og er augljóslegt að mikil vinna var lögð í sýninguna.

Við náðum þessu stutta myndskeiði af Christian Bale og Tom Hardy þegar þeir veittu aðdáendum sínum eiginhandaráritanir á rauða dreglinum.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑