Bækur og blöð

Birt þann 5. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ókeypis myndasögudagurinn 2012 [MYNDIR]

Þegar að ljósmyndari frá Nörd Norðursins mætti á Ókeypis myndasögudaginn hjá Nexus klukkan korter yfir eitt var þegar komin löng röð sem hlykkjaðist um planið. Góð stemmning var yfir fólki enda gott veður og DJ var úti sem spilaði tryllta nördatónlist; allt frá John Williams og My Little Pony yfir í Velvet Acid Christ.

Allir fengu ókeypis tölublað frá Ókeibæ sem nefnist ÓkeiPiss og virðist vera orðin hefð á þessum degi þar sem fyrsta tölublað af ÓkeiPiss kom út á sama degi fyrir ári síðan. Eins og í fyrra var það besta úr innsendum myndasögum valið og birt í blaðinu. Einnig fékk fólk að velja 6 blöð úr kössunum og var margt fjölbreytilegt í boði.

Semsagt vel heppnaður dagur og aðstandendur eiga hrós skilið!

Steinar Logi

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑