Fréttir1

Birt þann 18. nóvember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sigurvegarar Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins

Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins hófst fyrir tæpum 3 vikum og endaði síðastliðinn föstudag. Dómnefnd hefur farið yfir þær 27 myndir sem bárust í keppnina, en 5 þeirra voru dæmdar ógildar. Úrslit liggja nú fyrir og viljum við hjá Nörd Norðursins óska vinningshöfunum innilega til hamingju! Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í keppninni sérstaklega fyrir, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hægt er að skoða allar myndirnar sem tóku þátt í keppninni neðst í þessari fréttatilkynningu.

Vinningshafarnir eru fjórir og fær hver þeirra miða fyrir tvo á Star Wars tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða 28. og 29. nóvember í Hörpu. Enn eru nokkur sæti laus og geta áhugasamir nælt sér í miða hér.

 

Vinningshafar

Ath. myndirnar eru ekki birtar í neinni sérstakri röð.

Óskar Örn Arnarson

 

Sveinbjörn Óli Ólason

 

Marinó Flóvent

 

Þorsteinn Otti Jónsson

 

Í dómnefnd sátu Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins, Erla Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Nörd Norðursins og Kristinn Ólafur Smárason, penni og leikjanördabloggari Nörd Norðursins.

 

Fleiri myndir

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑