Fréttir1

Birt þann 28. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Mest lesnu færslurnar 2011

Þá er árið 2011 að líða undir lok. Að því tilefni höfum við tekið saman 15 mest lesnu færslurnar yfir árið! Byrjum á númer 15…

 

 

 

 

 

#15

8 sjónvarpsþættir fyrir veturinn

Þegar vetur er genginn í garð eykst sjónvarpsefni til muna og fyrir þá sem vilja þættina sína með yfirnáttúrulegu og/eða nördalegu ívafi er af nógu að taka.

Lesa

 

#14

Óvæntur glaðningur í Góða Hirðinum

Leikjanördið lagði leið sína í Góða Hirðirinn og fann hrúgu af spennandi hlutum fyrir tölvuleikjasafnarann. Meðal annars leyndist hrúga af gömlum Sinclair Spectrum leikjum þar!

Lesa

 

#13

DOOM 18 ára!

Fyrir rúmum átján árum, nánar tiltekið 10. desember 1993, kom út leikur sem er talinn vera einn mesti áhrifavaldur á þá tölvuleikjamenningu sem við lifum nú við. Leikurinn heitir DOOM og var framleiddur af id Software.

Lesa

 

#12

Prjónauppskrift: Sveppahúfa

Prjónauppskrift og munstur fyrir þína eigin Super Mario Bros. sveppahúfu! Í húfunni eru rauðu sveppirnir úr Super Mario Bros, en það er að sjálfsögðu hægt að velja sína eigin liti í húfuna.

Lesa

 

#11

Topp 10 Android Apps fyrir íslenska notendur

Helgi Þór Guðmundsson fer yfir topp 10  Android smáforrit fyrir íslenska notendur. Google Translate, Leggja.is, Icelandic Dictionary, Ja.is og fleiri góð forrit eru þar á meðal.

Lesa

 

#10

Sjaldgæfustu NES leikirnir

Kristinn Ólafur fjallar um sjaldgæfustu leikina í gömlu góðu NES leikjatölvuna sem eru að seljast á ansi háar upphæðir. Ég meina, hver myndi ekki borga $1.000 fyrir leik með fáklæddum konum í kynæsandi 8-bita grafík eða $22.800 (rúmar 2,6 milljónir íslenskra króna) fyrir íþróttaleik?

Lesa

 

#9

Njarðarkjarni!

Njarðarkjarni (Nerdcore hip hop) er hipp hopp stefna nördans. Í stað þess að rappa um peninga, dóp, glæpagengi og „tíkur“ er rappað um tölvuleiki, hlutverkaspil, tækni og vísindaskáldskap.

Lesa

 

#8

SOPA og PIPA: Ritskoðun á Internetinu

SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) eru umdeild bandarísk frumvörp um reglur sem eiga að nýtast til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu með ritskoðun.

Lesa

 

#7

Facebook býður upp á þýðingu

Hver hefur ekki dottið inn á áhugaverða síðu á Facebook og langað til að kynna sér innihaldið betur en þá reynist síðan vera á spænsku, frönsku eða öðru tungumáli? Í fréttinni fjallar Daníel Páll um þýðingar möguleika Facebook.

Lesa

 

#6

DUST 514 verður risavaxinn!

PlayStation.Blog náði tali af Brandon Laurino, aðalframleiðanda hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP, og ræddu við hann um leikinn þar sem margt áhugavert kom fram.

Lesa

 

#5

Tölvuspil valda lúsafaraldri!

Við rákumst á skemmtilega grein sem birtist í Tímanum árið 1984 um lúsafaraldur meðal tölvuleikjaspilara þar sem norska tímaritið Ingenieren skýrir frá tengslum lúsa og spilun tölvuspila.

Lesa

 

#4

Facebook Timeline: Nýtt útlit á Facebook

Eins og margir Facebook notendur hafa tekið eftir hefur útlitið á Facebook aðeins breyst. Í stað þess að sýna það helsta úr lífi notenda síðasta korterið er stiklað á stóru frá því að notandinn stofnaði Facebook síðuna sína – þetta er hans ævisaga á Facebook. Hér er fjallað um hið (umdeilda) Facebook Timeline útlit sem sífellt fleiri íslenskir notendur eru farnir að nota.

Lesa

 

#3

Hægt að taka upp myndir úr huganum?

Vísindamönnum hjá UC Berkeley hefur tekist hið ótrúlega. Að taka myndir beint úr huganum og setja þær í stafrænt form svo að heimurinn geti séð. Hver veit nema að í framtíðinni verði hægt að taka upp drauma sína og horfa á þá. Hver kannast ekki við að vakna af snilldar draumi, en mun ekki um hvað hann var. Bara passa að hlaða draumnum ekki upp á YouTube…

Lesa

 

#2

Nördaleg kynfæra gælunöfn!

Það er mikilvæg stund í lífi nördans þegar hann finnur hið fullkomna nafn sem honum finnst segja til um getu, gæði og stærð vinarins. Einnig hafa ófáir vinirnir rætt um ýmsar láfur sem þeir hafa rekist á í gegnum tíðina og nefnt þær hinum ýmsu nöfnum.

Lesa

 

#1

Heimsmet í Gyruss!

Sigmar Guðmundsson, eða Sigmar úr Kastljósinu eins og margir þekkja hann betur sem, var einu sinni fimmtán ára Garðbæingur sem setti heimsmet í tölvuspilinu Gyruss eftir sautján tíma spilun. Þvílík epík. Heimsmet Sigmars hefur verið bætt nokkrum sinnum frá því að það var sett árið 1984. En hver veit, kannski æfir Sigmar sig öll kvöld og snýr aftur sem öflugasti Gyruss spilari alheimsins – svona svipað og gæinn gerði í The King of Kong.

Lesa

 

Fleiri vinsælar færslur

5 myndir um tímaflakk (sem þú hefur líklega ekki heyrt um)

Að fá nördann upp í rúm

Árstíðir spila lag úr Mega Man 2 – myndband

Besta vísindaskáldsaga allra tíma!

Fjársjóðsleit í Geisladiskabúð Valda

Hetjur Valhallar: Þór

Hvað voru þeir að hugsa?

Íslenskt BF3 myndband nær vinsældum á YouTube

Jólagjafalisti nördans

Kall Cthulhu í íslenskri þýðingu

Korti úr Skyrim lekið á netið!

The Moogies er kominn út!

Upphaf og þróun leikjatölva og leiktækjasala á Íslandi

Væntanlegir leikir í október

Þrír leikir sem voru of japanskir fyrir vestræna útgáfu

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑