Fréttir

Birt þann 4. febrúar, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Ring Fit áskorun í febrúar!

Ofurnördarnir Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins ætla að taka á því í febrúar og spila Ring Fit Adventure á Nintendo Switch. Ring Fit Adventure tvinnar saman tölvuleik við líkamsrækt með skemmtilegum hætti þar sem nauðsynlegt er að skokka á milli staða og gera líkamsæfingar til að sigra óvini.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru strákarnir heldur betur tilbúnir í slaginn og ætla að reyna að toppa hvorn annan. Hver kemst lengst í leiknum? Hver nær að æfa meira? Ná þeir að endast út febrúar?!

Hægt er að fylgjast með framgangi mála á Instagram Nörd Norðursins undir story.

Hægt er að fylgjast með framgangi mála á Instagram Nörd Norðursins undir story. Við hvetjum alla eigiendur Ring Fit Adventure til að taka þátt og hreyfa sig og nota millumerkið #RingFitFebrúar á samfélagsmiðlum.

Vantar þig hvatningu? Við bendum þá á Facebook-hópinn Ring Fit Ísland þar sem hægt er að spjalla við aðra Ring Fit spilara á Íslandi. Ekki má gleyma því að Lífshlaupið hófst í gær og hægt að skrá spilun í Ring Fit sem líkamsrækt.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑