Fréttir1

Birt þann 23. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Facebook Timeline: Nýtt útlit á Facebook

Eins og margir Facebook notendur hafa tekið eftir hefur útlitið á Facebook aðeins breyst. Helstu breytingarnar eru í fréttaveitunni (eða News Feed) þar sem nýjustu fréttirnar birstast nú efst, helstu fréttirnar (top stories) merktar með bláum þríhyrningi í vinstra horninu þar á eftir og að lokum nýlegar fréttir af Facebook vinum. Hægra meginn á skjánum er svo lítill dálkur sem fylgir notendanum niður alla síðuna þar sem nýjar fréttir birstast samstundis.

Þessar breytingar eru þó aðeins byrjunin þar sem forstjóri Facebook, Mark Zuckenberg, tilkynnti nýtt útlit á prófíl síðum á ráðstefnunni Facebook f8 í gær. Útlitið ber heitir Facebook Timeline og mun nýi prófíllinn birta upplýsingar lengra aftur í tímann en prófíllinn gerir í dag – þetta verður þín ævisaga á Facebook. Í stað þess að sýna það helsta úr lífi notenda síðasta korterið verður stiklað á stóru frá því að hann stofnaði Facebook síðuna sína. Hægt verður að fletta mánuði og ár aftur í tímann á auðveldan hátt og mun það auðvelda notendum að fletta upp eldri upplýsingum og eldri myndum af sjálfum sér og öðrum á Facebook.

Eins og sést er prófíllinn mun myndrænni en sá sem við þekkjum í dag. Notandinn mun geta stilt upp hlutum og breytt, en notendur mega gera ráð fyrir því að nýi prófíllinn verði kominn í gang eftir nokkra daga eða vikur.

Óþolinmæður notendur, ekki örvænta. TechCrunch hefur birt leiðbeiningar um hvernig notendur geta breytt prófílnum núna strax. Hafið þó varann á þar sem upplýsingar gætu eyðst út og villur komið upp.

Hér getur þú skoðað stutta kynningu á Facebook Timeline á heimasíðu Facebook.

BÞJ

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑