Allt annað

Birt þann 16. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Að fá nördann upp í rúm

eftir Erlu Jónasdóttur

Hvernig á að ná nördanum uppí rúm? Margar, ef ekki flestar, konur sem hafa verið í sambúð með nörda kannast við þann leiðindar ávana nördans að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu. Ég hef ótal sinnum endað á því að fara ein að sofa þar sem minn nördi „gleymir“ sér fyrir framan skjáinn. Í gegnum árin hef ég þróað með mér nokkrar hugmyndir sem hafa borið misjafnan árangur til að ná nördanum úr tölvunni og uppí rúm og ætla að deila þeim með ykkur.

1. Taka rafmagnið af.

Virkar best á veturnar (ef þú hefur falið öll kerti og vasaljós) þegar það er of dimmt til að nördinn sjái á rafmagnstöfluna.

2. Segja nördanum að hann þurfi að berjast

við Darth Vader (eða þann „vonda kall“ sem hann fílar mest) svo þú komist inn í herbergi. Þegar hann er svo kominn inn í svefnherbergi geturu lokað hurðinni og þess vegna læst svo hann komist ekki út aftur!

3. Fela allar fjarstýringar…

eða taka úr þeim batteríin (þú getur örugglega fundið betri not fyrir þau hvort eð er).

4. Stráð snakki á gólfið

frá honum og inn í herbergi.

5. Klætt þig upp

sem uppáhalds leikja/bíómynda persónan hans, hann verður samt að vera heitur fyrir persónunni.

6. Skorað á hann í bardaga

…upp í rúmi.

7. Ef það virkar ekki,

klæða þig úr fötunum og standa fyrir framan skjáinn.

Who am I kidding… ekkert af þessu virkar! Mæli með góðri dráttarvél og mikilli þolinmæði ef þú ætlar að hanga lengi með nörda 😉

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑