Fréttir

Birt þann 10. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

DUST 514 verður risavaxinn!

Stórleikurinn DUST 514 frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP er væntanlegur á PlayStation 3 á næsta ári. Það hefur lítið frést af leiknum síðan að Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, tilkynnti á E3 sýningunni (sem var haldin í byrjun júní) að leikurinn yrði eingöngu fáanlegur á PlayStation leikjavélarnar, en áður var ekki vitað með vissu á hvaða leikjatölvu(r) leikurinn stefndi.

PlayStation.Blog náði tali af Brandon Laurino, aðalframleiðanda hjá CCP, og ræddu við hann um leikinn og kom ýmislegt áhugavert þar fram. Meðal annars útskýrði hann að PlayStation leikjavélin hafi fyrst og fremst orðið fyrir valinu vegna vilja Sony um að vinna með CCP að leiknum og mun leikurinn því nýta sér möguleika PlayStation 3 vélarinnar og þjónustu PlayStation Network.

Við eigum von á epískum leik frá CCP! Brandon segir að vegna stærðar, dýptar og mikils innihalds leiksins verði DUST 514 auðveldlega stærsti fjölspilunar fyrstu persónu skotleikurinn á markaðnum – og auk þess er hann MMOFPS (Massively Multiplayer First-person Shooter) en ekki aðeins FPS (First-person Shooter). Leikurinn gerist í sama heimi og EVE Online og munu leikirnir tveir tengjast og hafa áhrif í báðar áttir. Það er að segja að þegar eitthvað gerist í EVE Online getur það haft afleiðingar á atburði sem eiga sér stað í DUST 514, og öfugt. EVE heimurinn er gífurlega stór og verða mjög mörg bardagasvæði til að berjast á þar sem þeir eiga sér stað í heilum heimi á fjölda plánetna.

Við eigum von á epískum leik frá CCP! Brandon segir að út frá stærð, dýpt og fjölda innihalds í leiknum verði DUST 514 auðveldlega stærsti fjölspilunar fyrsti persónu skotleikurinn á markaðnum…

EVE Online er MMO (Massively Multiplayer Online) leikur sem um 300.000 manns spila víðsvegar um heiminn. Í sumar stóð CCP fyrir EVE Fanfest hér á landi þar sem fjöldi spilara komu saman og nýjungar og endurbætur á leiknum og EVE heiminum voru kynntar. Þeir sem þekkja til EVE Online leiksins vita kannski að hann er ekki sá auðveldasti til að detta í. Þú þarft þolinmæði til að ná tökum á leiknum og að spila hann af einhverju viti. Umfang EVE Online er gríðarlegt og margir sem spila leikinn spila hann til lengri tíma og þar af leiðandi ekki óeðlilegt að það taki tíma að komast almennilega inn í leikinn, en með DUST 514 tekur CCP hinn vinkilinn á þetta, þar getur spilarinn auðveldlega dottið inn í leikinn án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því – líkt og gildir um ansi marga skotleiki í dag.

CCP er að taka stórt skref í tölvuleikjaiðnaðinum með því að fá þessa tvo leiki til að tala saman og hafa áhrif hvor á annan. Þetta snýst ekki aðeins um að tveir tölvuleiki tengist saman, heldur einnig að annar leikurinn er MMO leikur á PC og hinn FPS (eða MMOFPS) á leikjatölvu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þróun mála en velgengni leiksins myndi klárlega hafa jákvæð áhrif á íslenska leikjaiðnaðinn og ryðja veginn fyrir sambærilegum hugmyndum um tengsl tölvuleikja.

Þegar Brandon var spurður að hverju spilarar DUST 514 ættu von á útskýrði hann að um væri að ræða risavaxinn bardagaleik þar sem farartæki koma mikið við sögu (vehicular combat game) og munu spilarar geta valið á milli sérsviða á borð við minni eða stærri vopn (light infantry og heavy weapons). Þeir sem vilja missa sig í leiknum og nálgast dýpri upplifun þá verður það mögulegt, en þeir spilarar sem vilja geta hoppað í og úr leiknum munu einnig geta gert það.

Þegar Brandon var spurður að hverju spilarar DUST 514 ættu von á útskýrði hann að um væri að ræða risavaxinn bardagaleik þar sem farartæki koma mikið við sögu (vehicular combat game)…

Upplifun á EVE heiminum heldur áfram að eflast með tilkomu DUST 514. Í EVE Online er gjarnan talað um að þú getir upplifað heiminn í FIS (flying in space) og WIS (walking in stations) og mun DUST 514 bæta þriðja möguleikanum við með SIF (shooting in face)!

Viðtal PlayStation.Blog við Brandon Laurino má nálgast í heild sinni hér.

Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnOne Response to DUST 514 verður risavaxinn!

  1. Pingback: EVE Fanfest 2012: Kynning á DUST 514 | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑