Fréttir

Birt þann 19. desember, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Lesendur velja It Takes Two sem leik ársins 2021

Alls bárust 95 atkvæði þar sem It Takes Two hlaut langflest atkvæði, eða alls 24, sem er um fjórðungur allra atkvæða.

Dagana 9. – 17. desember hélt Nörd Norðursins kosningu á Facebook-síðu sinni þar sem lesendur fengu tækifæri til að velja besta tölvuleik ársins 2021. Alls bárust 95 atkvæði þar sem It Takes Two hlaut langflest atkvæði, eða alls 24, sem er um fjórðungur allra atkvæða. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda og þykir einstaklega vel heppnaður tveggja manna samvinnuleikur. It Takes Two var einnig valinn leikur ársins á The Game Awards 2021 og lenti í öðru sæti yfir bestu leiki ársins hjá Nörd Norðursins. Fallegur tveggja manna samvinnuleikur frá Hazelight Studios (sem gerðu A Way Out). Til gamans má geta þá streymdi Nörd Norðursins frá It Takes Two í afmælisstreymi sínu og GameTíví yfirtöku fyrr á þessu ári.

Í It Takes Two fylgjumst við með pari sem íhugar skilnað en breytast skyndilega í litlar brúður sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Ýmsar hættur leynast í umhverfinu þegar maður er smár og þarf parið að vinna vel saman til að komast í gegnum margt og mikið. Leikurinn er vel gerður en það sem stendur upp úr er sjálf spilunin. It Takes Two nær að að útfara tveggja manna samvinnuleik virkilega vel og skemmtanagildið er gott út allan leikinn. Verkefnin eru fjölbreytt í leiknum og inn á milli leynast erfiðari áskoranir, þrautir, endakallar og líka léttur húmor. Frábær leikur fyrir hjón, pör og vini.

Í öðru sæti lenti hasar- og ævintýraleikurinn Metroid Dread á Nintendo Switch með alls 7 atkvæði.

Í öðru sæti lenti hasar- og ævintýraleikurinn Metroid Dread á Nintendo Switch með alls 7 atkvæði. Halo Infinite og Ratchet & Clank: Rift Apart deila þriðja og fjórða sæti saman með 5 stig hvor. Þrír leikir lentu jafnir í fimmta sæti með 4 stig, það eru Resident Evil Village, Pathfinder: Wrath of the Righteous og síðast en ekki síst Returnal sem dómnefnd Nörd Norðursins valdi sem tölvuleik ársins 2021. Aðrir leikir sem voru tilnefndir fengu þrjú atkvæði eða færri og komust því ekki á topplistann í ár.

Þrjú stig fengu leikirnir Monster Hunter Rise, Forza Horizon 5, Deathloop, Super Mario 3D World + Bowser’s Fury og The Legend of Zelda: Skyward Sword HD. Tvö stig fengu Psychonauts 2, Guardians of the Galaxy og Back 4 Blood. Aðrir leikir sem tilnefndir voru fengu eitt stig.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑