Leikjarýni

Birt þann 6. september, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Ekki spila Psychonauts 2 ef þú hefur tannfælni

Ekki spila Psychonauts 2 ef þú hefur tannfælni Nörd Norðursins

Samantekt: Skemmtilegt framhald af költleik sem er vel þessi virði að kíkja á.

4

Mjög góður


Árið 2005 var Psychonauts gefinn út og náði leikurinn fljótt ákveðinni költstöðu innan leikjaheimsins. Síðan þá eru heil sextán ár liðin. Nokkur eftirvænting hefur ríkt meðal spilara fyrri leiksins eftir framhaldinu sem leit dagsins ljós í seinasta mánuði

Tölvuleikjafyrirtækið Double Fine stendur á bakvið gerð leiksins en þeir hafa einnig gert leiki á borð við Broken Age, endurgert fjölda LucasArts leikja og gerðu einnig fyrri Psychonauts leikinn. Sveinn hjá Nörd Norðursins fjallaði um Psychonauts 2 í Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins og segir hann að óhætt sé að mæla með leiknum en hann hefur heilt á litið verið að hljóta góða dóma.

… skemmtilega skrýtinn þriðju persónu platformer-leikur sem inniheldur þrautir og húmor.

Psychonauts 2 er skemmtilega skrýtinn þriðju persónu platformer-leikur sem inniheldur þrautir og húmor. Erfiðleikastillingar leiksins opna fyrir fjölbreyttari spilun og opnar heim Psychonauts fyrir flesta aldurshópa.

Hlustaðu á hvað Sveinn hafði að segja um leikinn í myndbandinu hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑