Leikjarýni

Birt þann 14. ágúst, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Flakkað á milli vídda í Ratchet & Clank Rift Apart

Flakkað á milli vídda í Ratchet & Clank Rift Apart Nörd Norðursins
Bjarki
Daníel
Sveinn

Samantekt: Góð afþreying sem nýtir sér krafta PlayStation 5 leikjatölvunnar. Öll tæknileg vinnsla er til fyrirmyndar.

3.7

Góður


Ratchet & Clank Rift Apart er fyrsti Ratchet & Clank leikurinn á PlayStation 5 og sá fimmti í seríunni. Leikjaserían hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2002 á PlayStation 2.

Í byrjun leiks stelur hinn illi Dr. Nefarious Dimensionator-tækinu sem opnar gátt milli vídda í þeim tilgangi að finna þá vídd þar sem hann sigrar allt og alla. Í slysni opnast víddir á fleiri stöðum og ferðast Clank í eina þeirra og hittir þar Rivet, sem er Lombax líkt og Ratchet, aðalsöguhetja seríunnar. Markmiðið í leiknum er að sameina Ratchet og Clank og sigra illmenni Dr. Nefarious, eða Nefarious keisara líkt og hann þekkist í sinni sigur-vídd.

Lombaxarnir Ratchet og Rivet eru aðalsöguhetjur í þessum þriðju persónu hasar- og ævintýraleik. Spilunin gengur mest út á að skjóta og berja óvini og safna hlutum en inn á milli er boðið upp á minni leiki og þrautir sem nær að gera spilunina fjölbreyttari. Leikurinn svipar að miklu leyti til eldri Ratchet & Clank leikja en það sem gerir þennan leik sérstakan eru ferðalög á milli vídda. Víða í borðum leiksins má finna gáttir í nýjar víddir, í sumum tilfellum virka gáttirnar þannig að spilarinn getur ferðast hratt á milli staða í borðinu en í öðrum tilfellum er flakkað á milli tveggja heima. Með þessum möguleika nýtir leikurinn sér hraðan sem SSD diskurinn í PlayStation 5 býður upp á þar sem leikir geta sótt gögn mun hraðar en í eldri kynslóðum PlayStation.

Leikurinn svipar að miklu leyti til eldri Ratchet & Clank leikja en það sem gerir þennan leik sérstakan eru ferðalög á milli vídda.

Bjarki, Sveinn og Daníel spiluðu leikinn og fjölluðu um hann í þætti 26 af Leikjavarpinu. Þeir eru sammála um að leikurinn sé gullfallegur í 4K upplausn og umhverfið, lýsingin og smáatriðin gera leikinn eftirminnilegan. Öll tæknileg vinnsla er til fyrirmyndar og leikurinn býður upp á góða afþreyingu þó svo að leikurinn geti verið heldur auðveldur á köflum.

Hlustaðu á gagnrýnina í heild sinni hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑