Fréttir

Birt þann 2. apríl, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Afmælisveisla á Twitch – Spilum leiki og gefum veglegar gjafir!

Í apríl verður Nörd Norðursins 10 ára! Frá árinu 2011 hefur Nörd Norðursins fjallað um tölvuleiki og nördakúltúrinn, heimsótt ráðstefnur, birt viðtöl, gagnrýnt tölvuleiki, gert verðkannanir og margt fleira. Við erum einnig með hlaðvarpsþátt sem heitir Leikjavarpið þar sem við förum yfir það helsta úr heimi tölvuleikja.

Við munum gefa glæsilegar gjafir (giveaways) til áhorfenda okkar og Twitch fylgjenda laugardaginn 3. apríl. Fylgstu með á www.twitch.tv/nordnordursins.

Af tilefni 10 ára afmælisins verðum við hjá Nörd Norðursins með sérstakt afmælisstreymi laugardaginn 3. apríl á Twitch. Þar mun Erla spila Animal Crossing, Daníel Rósinkrans spila Evil Genuis 2: World Domination, Sveinn Aðalsteinn spila Motorstorm og hjónakornin Erla og Bjarki Þór ljúka dagskránni með því að spila samvinnuleikinn It Takes Two á PlayStation 5.

Við munum gefa glæsilegar gjafir (giveaways) til áhorfenda okkar og Twitch fylgjenda laugardaginn 3. apríl. Fylgstu með á www.twitch.tv/nordnordursins. Til að taka þátt fylgir (follow) þú okkur einfaldlega á Twitch og fylgist með afmælisstreyminu okkar þann 3. apríl. Hlökkum til að sjá þig!

Gjafir sem verða gefnar yfir daginn eru:

NOS PAKKI Í BOÐI ELKO

NOS H600 leikjaheyrnartól

NOS C450 RGP Pro Mini leikjalyklaborð

NOS M600 V2 leikjamús

ásamt músamottu.

RAZER PAKKI Í BOÐI ELKO

Razer Blackshark V2 X leikjaheyrnartól

Razer Huntsman Mini leikjalyklaborð

Razer Viper Mini leikjamús

ásamt músamottu.

VR FLÓTTALEIKIR Í SMÁRABÍÓ

Smárabíó býður uppá fjölbreytt úrval hágæða flóttaleikja sem spilast í sýndarveruleika. Leikmenn hafa 50 mínútur til að spila leikina og komast eins langt og hægt er á þeim tíma. Samvinna og samskipti eru lykilatriði til að klára leikina og þrautirnar. Leikirnir henta öllum aldri og innihalda fjölbreyttar áskoranir.
Skoða flóttaleikina >>



BALAN WONDERWORLD

Við gefum eintök af tölvuleiknum Balan Wonderworld á PlayStation í boði Senu. Balan Wonderworld er nýr platformer leikur þar sem spilarinn fer í gegnum tólf mismunandi heima og þarf að finna réttu leiðina í gegnum heimana, safna hlutum á leiðinni, leysa þrautir og verjast óvinum.



GZERO GJAFABRÉF

Gzero Netcafé er lansetur/e-games/e-sport center á Grensásvegi 16. Gjafabréfið í boði Gzero Gaming inniheldur þrjá klukkutíma í spilun, pizzu og gos!


INNEIGN Í GAMESTÖÐINNI

Inneign að upphæð 5.000! Gamestöðin sérhæfir sig í tölvuleikjum og leikjatölvum. Hjá þeim er hægt að kaupa nýja og notaða leiki í allar helstu leikjatölvurnar. Auk þess býður Gamestöðin upp á úrval kvikmynda og ýmiskonar gjafavöru. Um þessar mundir er sérstakt páskatilboð í gangi sem hægt er að skoða á www.gamestodin.is

HYPERX CLOUDX HEYRNARTÓL

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑