Allt annað

Birt þann 21. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Mest lesið á Nörd Norðursins árið 2012

Þá er árið 2012 liðið undir lok. Að því tilefni höfum við tekið saman 15 mest lesnu færslurnar yfir árið! Byrjum á númer 15…

 

 

 

 

 

#15

Nördaleg kynfæra gælunöfn!

Það er mikilvæg stund í lífi nördans þegar hann finnur hið fullkomna nafn sem honum finnst segja til um getu, gæði og stærð vinarins. Einnig hafa ófáir vinirnir rætt um ýmsar láfur sem þeir hafa rekist á í gegnum tíðina og nefnt þær hinum ýmsu nöfnum.

Lesa

 

 

#14

Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins

Nörd Norðursins efndi til Star Wars ljósmyndakeppni! Í verðlaun voru miðar á Star Wars tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem voru haldnir í Hörpu.

Lesa

 

 

#13

Topp 10 jólagjafahugmyndir

Jólin nálgast óðfluga og margir sem hafa ekki hugmynd um hvað eigi að setja í jólapakkann þetta árið. Það er óþarfi að örvænta því hér koma topp 10 jólagjafahugmyndirnar.

Lesa

 

 

#12

22 bestu leikirnir á Sinclair Spectrum 48k

Leikjatölvan ZX Spectrum var 30 ára í fyrra. Af því tilefni fór Steinar Logi yfir bestu leikina sem voru gefnir út á Sinclair Spectrum 48k á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar tölvan var upp á sitt besta.

Lesa

 

 

#11

Rammíslenzkir hrekkjavökubúningar

Gerum hrekkjavökuna aðeins íslenskari! Hér tekur Kristinn Ólafur saman 7 hugmyndir um rammíslenska búninga sem ég væri gaman að sjá á hrekkjavökunni.

Lesa

 

 

#10

Nördalegasta flúr Íslands – Sigurvegarar

Í keppnina um nördalegasta flúr Íslands bárust alls 69 myndir af nördalegum flúrum frá 50 þátttakendum sem skarta glæsilegum flúrum sem tengjast tölvuleikjum, ofurhetjum, teiknimyndasögum, vísindaskáldskap,  hrollvekjum og öðru nördalegu.

Lesa

 

 

#9

Topp 10 rauntímaherkænskuleikir seinustu aldar

Kristinn Ólafur fer yfir 10 bestu rauntímaherkænskuleikjum seinustu aldar að hans mati. Ekki var aðeins tekið tillit til góðrar spilunar, heldur hafði frumleiki, arfleið, tilkoma nýjunga og fleira áhrif á val leikja á listann.

Lesa

 

 

#8

EVE Fanfest 2012: Myndir

EVE Fanfest 2012 fór fram í Hörpunni 22.-24. mars 2012 og var Nörd Norðursins á staðnum. Kristinn Ólafur, leikjanördabloggari með meiru, tók þessar skemmtilegu myndir af hátíðinni.

Lesa

 

 

#7

Það kom upp úr fljótinu – Topp 10 íslenskar óskamyndir

Ragnar Trausti lagðist á beddann og hugleiddi hvaða íslensku kvikmyndir væri gaman að sjá í bíó og hér kemur topp 10 listi yfir leiknar íslenskar kvikmyndir sem gaman væri að sjá á hvíta tjaldinu.

Lesa

 

 

#6

Baldur’s Gate endurgerð í vinnslu

Tilkynnt var að það væri verið að endurgera Baldur’s Gate og Baldur’s Gate II, og Atari, Wizards of the Coast og Overhaul Games stæðu öll að baki verkefnisins.

Lesa

 

 

#5

Hvað ef LOST þættirnir hefðu verið ævintýraleikur frá 1987?

Hvort sem þér líkaði við þættina eða ekki þá er eitt víst; LOST hefði getað verið frábær ævintýraleikur, eins og grafíski hönnuðurinn Robert Penney hefur sýnt fram á með þessum skemmtilegu myndum af tilbúnum LOST ævintýraleik í stíl við gömlu SCUMM leiki seinustu aldar.

Lesa

 

 

#4

Forsetaframbjóðendur svara spurningum Nörd Norðursins

Nörd Norðursins hafði samband við alla forsetaframbjóðendurna og lagði fram fjórar mikilvægar spurningar sem tengjast málefnum sem snertir okkur öll – eins og hvernig myndi verðandi forseti bregðast við uppvakningaárásum á Íslandi?

Lesa

 

 

#3

Aðsend grein: Breivik og byssurnar

Gísli Sveinn Gretarsson, nemandi í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, fjallar í þessari grein um muninn á tölvuleikjum og raunveruleikanum. Það að spila fyrstu persónu skotleiki er ekki það sama og að miða og drepa í raunveruleikanum.

Lesa

 

 

#2

Leitin að nördalegasta flúrinu er hafin!

Nördavefurinn Nörd Norðursins í samstarfi við húðflúrstofuna Bleksmiðjuna hóf leitina að nördalegasta flúri Íslands! Veglegir vinningar eru í boði Bleksmiðjunnar fyrir vinningshafa.

Lesa

 

 

#1

Google kynnir gleraugu framtíðarinnar

Google svipti hulunni af tæknigleraugum sem fyrirtækið hefur verið að þróa undir nafninu „Project Glass“. Tæknimöguleikar gleraugnanna eru kynntir í stuttu kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á í fréttinni. Til gamans mátuðum við svo gleraugun á nokkra þjóðþekkta einstaklinga.

Lesa

 

 

Fleiri vinsælar færslur

Dust 514 verður ókeypis á PS3!

GEGTchrobbus sigraði Íslandsmeistaramótið í Starcraft 2

Grunsamlegur spilakassi í Smáralind [MYNDBAND]

Hver er munurinn á lúða og nörd?

Laugarásbíó sýnir The Hobbit á 48 römmum á sekúndu

Leikjatölvusamfélagið á Íslandi

Ofurhetjur 101: The Avengers

OUYA leikjatölvan staðfest

Spurt og spilað: Blaz Roca

Topp 10 Android Apps fyrir íslenska notendur

Topp 12 fyrir 2012 – Kvikmyndir

Topp 12 fyrir 2012 – Tölvuleikir

Turtles-æði í Breiðholtinu

Tveir Íslendingar keppa á einu stærsta tölvuleikjamóti veraldar

Tölvuleikir breyta þér ekki í skrímsli

 

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑