Allt annað

Birt þann 30. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins

Nörd Norðursins efnir til Star Wars ljósmyndakeppni! Í verðlaun eru miðar á Star Wars tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem verða haldnir í Hörpu miðvikudaginn 28. nóvember og fimmtudaginn 29. nóvember.

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna – hér – á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

 

Það er einfalt að taka þátt!
  • Sendu okkur ljósmyndina þína ásamt upplýsingum (fullt nafn, aldur og símanúmer) á netfangið nordnordursins(at)gmail.com.
  • Myndirnar geta verið að nánast hverju sem er, svo framarlega sem þær tengjast Star Wars með einhverjum hætti. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn!
  • Aldurstakmark er 14 ára og má hver þátttakandi má að hámarki senda inn tvær myndir.
  • Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 16. nóvember og verða allar myndir birtar á síðunni okkar og úrslit kynnt sunnudaginn 18. nóvember.
  • Dómnefnd mun velja fjórar myndir sem verða verðlaunaðar og hlýtur hver vinningshafi miða fyrir tvo í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Star Wars tónleikana!
  • Smelltu hér til að lesa nánar um reglur og skilmála.

 

Megi mátturinn vera með ykkur!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑