Fréttir1

Birt þann 15. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Baldur’s Gate endurgerð í vinnslu

Þegar glöggir netverjar tóku eftir að að búið var að breyta heimasíðunni fyrir Baldur’s Gate þannig að stór mynd fyllir skjáinn og titillag leiksins er í undirspilun hafa unnendur Baldur’s Gate leikjanna beðið óþreyjufullir eftir meiri upplýsingum.

Er annar leikur í bígerð eða er verið að endurgera eldri leikina í nútíma grafík ?

Fyrir stuttu var settur í gang niðurteljari á síðunni sem taldi niður til 19:00 15. mars 2012 en eins og við var að búast hrundi heimasíðan umtalaða, líklega vegna fjölda gesta sem heimsóttu síðuna á sama tíma.

Við gerum okkur vonir um að þeir sem standa fyrir síðunni takist að bjarga því sem hægt er að bjarga og að við fáum að vita hver tilkynningin sé sem fyrst, enda þyrstir í allt Baldur’s Gate tengdu efni.

 

VIÐBÓT:

Eftir hátt í tvær klukkustundir tókst okkur að nálgast tilkynninguna sjálfa.

Tilkynningin er sú að það er verið að endurgera Baldur’s Gate og Baldur’s Gate II, og Atari, Wizards of the Coast og Overhaul Games standa allir að baki verkefnisins.

Síðan Baldur’s Gate kom út árið 1998 hafa milljónir aðdáenda spilað leikinn út um allann heim og hafa leikirnir fengið nánast óteljandi verðlaun. Þessi saga sem inniheldur dulúð og hetjudáðir hefur sett viðmiðið fyrir Dungeons & Dragons leiki sem komið hafa eftir Baldur’s Gate.

Þeir sem vinna að endurgerðinni sjálfri er fyrirtækið Overhaul Games en óþarfi er að örvænta þar sem þeir hafa með sér í liði upprunalegu hönnuði Baldur’s Gate.

Baldur’s Gate: Enhanced Edition og Baldur’s Gate II: Enhanced Edition verða byggðir á breyttri Infinity Engine.

DPJ

Heimild: BaldursGate.com

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑