Íslenskt

Birt þann 5. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

Dust 514 verður ókeypis á PS3!

Eins og flestir íslenskir leikjanördar vita að þá mun MMOFPS (Massively Multiplayer First-person Shooter) leikurinn Dust 514 frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP tengjast hinum risavaxna EVE Online heimi. Leikurinn er væntanlegur í sumar og verður eingöngu fáanlegur fyrir PlayStation leikjavélina.

Samkvæmt nýjustu fregnum verður ókeypis að sækja og spila Dust 514, en upphaflega stóð til að selja leikinn fyrir u.þ.b. $20 í gegnum PSN og fengi kaupandinn þá $20 virði af gjaldmiðli leiksins með í kaupæti.

Leikurinn mun enn styðjast við smákaup í gegnum leikinn, þar sem spilarinn getur keypt ýmsa hluti í leiknum, en enginn þeirra mun hafa bein áhrif á spilun leiksins (m.ö.o. – Dust 514 verður ekki pay to win leikur). Spilarinn getur m.a. keypt sér hluti sem spara honum tíma og tvöfalda reynslustigin hans.

Ekki er vitað fyrir víst hvenær PlayStation Vita útgáfa af leiknum kemur út, en Vita útgáfan verður í formi smáforrits (app) þar sem spilarinn getur meðal annars breytt persónuninni sinni, verslað og skipulagt árásir með öðrum spilurum. Aðeins verður hægt að spila leikinn sjálfann í gegnum PlayStation 3 leikjavélina, en það er þó ekki útilokað að Vita útgáfa af leiknum verði spilanleg í framtíðinni.

Heimild: Joystiq

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn2 Responses to Dust 514 verður ókeypis á PS3!

  1. Pingback: Dust 514 verður ókeypis á PS3! – eSports.is

Skildu eftir svar

Efst upp ↑