Vafra: Leikjarýni

FIFA fótboltaleikurinn kemur árlega út og nú í byrjun október kom sá nýjasti, FIFA 22, í verslanir. Leikirnar hafa yfirleitt náð að standast væntingar FIFA spilara og þannig náð að gera flesta ánægða – en þó aldrei alla. Í ár er engin breyting þar á. Leikurinn býður upp á fjölbreytta spilun þar sem flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; FUT fyrir þá sem vilja setja saman sitt eigið lið, Career Mode fyrir þá sem vilja stjórna fótboltaliði eða rísa á toppinn sem fótboltastjarna í Player Career, Volta fyrir þá sem vilja spila götubolta og fíluðu FIFA Street…

Lesa meira

“Like Saturn, the Revolution devours its children.” ― Jacques Mallet du Pan Þessi setning skaust upp í höfuðið á mér stuttu eftir að ég kláraði sögu Far Cry 6 og neitaði hún að yfirgefa á mér kollinn. Heimur karabísku eyjunnar Yara og persóna hennar er einmitt tengdur hringrás byltingar og átaka. Í hundruði ára hefur alltaf verið einhver sem hefur vilja ráða yfir eyjunum og auðlindum hennar. Það er ekki erfitt að sjá hvaðan Ubisoft Toronto dró mikið af innblæstri sínum fyrir Yara. Auðvelt er að vísa beint á Kúbu sögu hennar og átök og þá einræðisstjórn sem hefur verið…

Lesa meira

NBA2K22 er mjög líkur NBA2K21 þannig að flest sem ég skrifaði síðasta ári á enn við en sumt fer á betri veg enda hefur leikurinn verið að fá aðeins betri umsagnir en í fyrra. Eins og áður þá eru MyCareer og MyTeam stærstu hlutar leiksins. Sagan í MyCareer hefur verið stytt talsvert. Í stað þess að fá fræga leikara og of mikið af sögu þá hefur þetta verið einfaldað talsvert. Núna ert þetta bara þú og vinur þinn sem sér um allt og sagan gerist öll í íbúðinni. Það snýst allt um leikina og að koma sér í NBA annað…

Lesa meira

Fyrir nokkrum vikum kom út leikurinn Deathloop frá Arkane Lyon sem er gefinn út af Bethesda Softworks. Leikurinn er með talsvert mikið DNA úr eldri leikjum fyrirtækisins eins og Dishonored, Prey (2017) ásamt því að vera undir áhrifum leikja eins og Dark Souls, Hitman, rogue-lite leikja o.fl. Það má einnig sjá áhrif kvikmynda og þátta frá sjöunda áratug síðustu aldar eins og The Prisoner, The Avengers og að lokum með slettu af Austin Powers ásamt stílnum hans Quentin Tarantino. Blackreef er nefnilega föst í tímalykkju þar sem dagurinn endurtekur sig endalaust og það er endalaust partý hjá þeim sem þar…

Lesa meira

Twelve Minutes er frásagnardrifinn indíleikur eftir portúgalska leikjahönnuðinn Luís António. Luís hefur ekki komið að gerð margra leikja en hann var listrænn stjórnandi (art director) í The Witness (2016) og var hluti af listadeild leikjanna Midnight Club: Los Angeles (2008) og Manhunt 2 (2007). Annapurna sér um útgáfu leiksins en fyrirtækið hefur öðlast gott orðspor í gegnum árin með útgáfu fjölda eftirminnilegra indíleikja, þar á meðal What Remains of Edith Finch (2017), Kentucky Route Zero (2013) og Journey (2012). … sterkasta hlið leiksins er án efa söguþráðurinn, frásögnin og hvernig leikurinn leggur það í hönd spilarans að púsla sögunni saman.…

Lesa meira

Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr…

Lesa meira

Árið 2005 var Psychonauts gefinn út og náði leikurinn fljótt ákveðinni költstöðu innan leikjaheimsins. Síðan þá eru heil sextán ár liðin. Nokkur eftirvænting hefur ríkt meðal spilara fyrri leiksins eftir framhaldinu sem leit dagsins ljós í seinasta mánuði Tölvuleikjafyrirtækið Double Fine stendur á bakvið gerð leiksins en þeir hafa einnig gert leiki á borð við Broken Age, endurgert fjölda LucasArts leikja og gerðu einnig fyrri Psychonauts leikinn. Sveinn hjá Nörd Norðursins fjallaði um Psychonauts 2 í Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins og segir hann að óhætt sé að mæla með leiknum en hann hefur heilt á litið verið að hljóta góða…

Lesa meira

Ratchet & Clank Rift Apart er fyrsti Ratchet & Clank leikurinn á PlayStation 5 og sá fimmti í seríunni. Leikjaserían hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2002 á PlayStation 2. Í byrjun leiks stelur hinn illi Dr. Nefarious Dimensionator-tækinu sem opnar gátt milli vídda í þeim tilgangi að finna þá vídd þar sem hann sigrar allt og alla. Í slysni opnast víddir á fleiri stöðum og ferðast Clank í eina þeirra og hittir þar Rivet, sem er Lombax líkt og Ratchet, aðalsöguhetja seríunnar. Markmiðið í leiknum er að sameina Ratchet og Clank og…

Lesa meira

Útgefandinn Bethesda Softworks heldur áfram að leit á slóðir eldri Elder Scrolls leikja með nýjustu viðbótinni við The Elder Scrolls Online: Blackwood. Nú er sótt í viðjar The Elder Scrolls IV: Oblivion frá árinu 2006 og hluta af svæðinu sem sá leikurinn gerðist í eins og borgirnar Leyawiin og Gideon og sem eru í Blackwood í syðri hluta Cyrodil. Við á Nörd Norðursins höfum fjallað reglulega um ESO og má finna leikjarýni okkar hér, ásamt umfjöllun um Morrowind, Summerset, Elsweyr og Greymoor. Eins og aðrir ESO leikir þá eiga hlutirnir hér sér stað um 800 árum á undan sögu TES…

Lesa meira

Það er ekki mikið um hreina PS5 leiki en núna er Returnal frá Housemarque (hönnuðum Resogun, Super Stardust og Nex Machina) kominn út. Hann lítur kannski ekki út fyrir það en hann er svokallaður „rogue-like“ leikur í anda Binding of Isaac, Enter the Gungeon, Rogue Legacy, Spelunky, Hades o.s.frv. nema hann er þriðju-persónu skotleikur. Útlitslega minnir hann á hið stórgóða Mooncrash DLC fyrir Bethesda leikinn Prey en spilunarlega séð á hann meira sameiginlegt með Enter the Gungeon / Binding of Isaac enda mikið skothelvíti (e. Bullet-hell). hann er svokallaður rogue-like leikur í anda Binding of Isaac, Enter the Gungeon o.sfrv.…

Lesa meira