Vafra: Leikjarýni

Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr…

Lesa meira

Árið 2005 var Psychonauts gefinn út og náði leikurinn fljótt ákveðinni költstöðu innan leikjaheimsins. Síðan þá eru heil sextán ár liðin. Nokkur eftirvænting hefur ríkt meðal spilara fyrri leiksins eftir framhaldinu sem leit dagsins ljós í seinasta mánuði Tölvuleikjafyrirtækið Double Fine stendur á bakvið gerð leiksins en þeir hafa einnig gert leiki á borð við Broken Age, endurgert fjölda LucasArts leikja og gerðu einnig fyrri Psychonauts leikinn. Sveinn hjá Nörd Norðursins fjallaði um Psychonauts 2 í Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins og segir hann að óhætt sé að mæla með leiknum en hann hefur heilt á litið verið að hljóta góða…

Lesa meira

Ratchet & Clank Rift Apart er fyrsti Ratchet & Clank leikurinn á PlayStation 5 og sá fimmti í seríunni. Leikjaserían hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2002 á PlayStation 2. Í byrjun leiks stelur hinn illi Dr. Nefarious Dimensionator-tækinu sem opnar gátt milli vídda í þeim tilgangi að finna þá vídd þar sem hann sigrar allt og alla. Í slysni opnast víddir á fleiri stöðum og ferðast Clank í eina þeirra og hittir þar Rivet, sem er Lombax líkt og Ratchet, aðalsöguhetja seríunnar. Markmiðið í leiknum er að sameina Ratchet og Clank og…

Lesa meira

Útgefandinn Bethesda Softworks heldur áfram að leit á slóðir eldri Elder Scrolls leikja með nýjustu viðbótinni við The Elder Scrolls Online: Blackwood. Nú er sótt í viðjar The Elder Scrolls IV: Oblivion frá árinu 2006 og hluta af svæðinu sem sá leikurinn gerðist í eins og borgirnar Leyawiin og Gideon og sem eru í Blackwood í syðri hluta Cyrodil. Við á Nörd Norðursins höfum fjallað reglulega um ESO og má finna leikjarýni okkar hér, ásamt umfjöllun um Morrowind, Summerset, Elsweyr og Greymoor. Eins og aðrir ESO leikir þá eiga hlutirnir hér sér stað um 800 árum á undan sögu TES…

Lesa meira

Það er ekki mikið um hreina PS5 leiki en núna er Returnal frá Housemarque (hönnuðum Resogun, Super Stardust og Nex Machina) kominn út. Hann lítur kannski ekki út fyrir það en hann er svokallaður „rogue-like“ leikur í anda Binding of Isaac, Enter the Gungeon, Rogue Legacy, Spelunky, Hades o.s.frv. nema hann er þriðju-persónu skotleikur. Útlitslega minnir hann á hið stórgóða Mooncrash DLC fyrir Bethesda leikinn Prey en spilunarlega séð á hann meira sameiginlegt með Enter the Gungeon / Binding of Isaac enda mikið skothelvíti (e. Bullet-hell). hann er svokallaður rogue-like leikur í anda Binding of Isaac, Enter the Gungeon o.sfrv.…

Lesa meira

Bjarki lávarður, Sveinn og Daníel fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja. Nintendo hélt Nintendo Direct kynningu þann 17. febrúar þar sem fyrirtækið fór yfir það sem framundan er fyrir Nintendo Switch. Sveinn fjallar um nýtt System Shock sýnishorn sem var birt á dögunum. Sony héldu State of Play kynningu þar sem farið var yfir það sem væntanlegt er á PlayStation 4 og 5. Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að önnur útgáfa af PSVR sýndarveruleikagræjum er væntanleg fyrir PS5. Um þetta og margt fleira er fjallað um í 23. þætti Leikjavarpsins! Efni þáttar: Nintendo DirectSystem Shock sýnisornPSVR-2 væntanlegt fyrir PS5BlizzcOnlineEA hætta…

Lesa meira

Í ævintýra- og þrautaleiknum TOHU stjórnar spilarinn lítilli stelpu sem getur breytt sér í vélmennið Cubus. Ill vera hefur ráðist á heimabæ stelpunnar og virðast þessi vera eingöngu vilja eyðileggja allt sem á vegi hennar verður. Það er í höndum spilarans að bjarga heiminum frá þessari illu veru með því að safna nauðsynlegum hlutum til að lagfæra það sem veran hefur eyðilagt. Leikurinn er virkilega fallegur og hljóðin í leiknum vel gerð. Gullmolinn eru þó þrautirnar sem eru hæfilega erfiðar – þær ná að halda manni vel við efnið án þess að vera of erfiðar. Stundum koma þó tímapunktar þar…

Lesa meira

Demon’s Souls er endurgerð samnefnds leiks frá 2009 á PS3 og er yfirleitt talinn upprunalegi Souls leikurinn (reyndar er hægt að rekja þá lengra aftur til King’s Field seríunnar enda hafa FromSoftware verið starfandi síðan 1986). Margir hafa beðið með eftirvæntingu að fá að þjást aftur eða algjörlega upp á nýtt og að sjá hvernig eini stórleikurinn sem bara er hannaður fyrir PS5 stendur sig (með fullri virðingu fyrir Astro’s Playroom) Ef þú hefur spilað Dark Souls leik þá er Demon’s Souls nokkuð líkur þeim í spilun en það eru samt hlutir sem aðgreina þá. Ef við tökum erfiðleikastigið sem…

Lesa meira

Eftir um þrettán ára fjarveru frá leikjavélum Microsoft þá snýr Football Manager serían aftur til leiks sem Football Manager Xbox Edition sem kom út fyrir stuttu á Xbox One, Xbox Series X|S leikjavélarnar og Xbox á PC. Síðasta útgáfa þessarar vinsælu útgáfu var Football Manager 2008 fyrir Xbox 360, svo það er talsvert síðan að þessi sería var fáanleg fyrir þá sem kjósa að spila upp í sófa heima fyrir framan sjónvarpið. Það hafa komið út farsíma- og spjaldtölvuútgáfur á hverju ári að auki við útgáfu á Nintendo Switch síðustu þrjú árin. Þeir sem eiga tölvur sem keyra Windows, MacOs…

Lesa meira

Hvað myndi gerast ef að Assassin’s Creed serían frá Ubisoft og The Legend of Zelda frá Nintendo myndu sameinast í einum tölvuleik? Það er ekki ólíklegt að útkoman yrði eitthvað svipað og Immortals: Fenyx Rising. IFR, eins og ég mun nota framvegis í textanum, er leikur sem spratt upp úr vinnu Ubisoft Quebec við AC Odyssey fyrir nokkrum árum síðan. Leikurinn var fyrst kynntur á E3 2019 ráðstefnunni sem Gods and Monsters en fékk ári síðar nafnið Immortals: Fenyx Rising. Ubisoft sagði að breytingin væri til að undirstrika áherslu á Fenyx persónuna sem hetju leiksins en það er líklegt að…

Lesa meira