Leikjarýni

Birt þann 14. september, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Fallegur Baldo þarf á lagfæringu að halda

Fallegur Baldo þarf á lagfæringu að halda Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Ekki láta útlitið blekkja þig. Fallegur leikur sem inniheldur því miður ansi einhæfa spilun og óþægilega marga galla.

2

Slappur


Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina.

Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr í ævintýralandinu Rodia. Baldo kemst snemma í tæri við galdra sem gerir honum kleift að opna töfradyr og uppgötva ný svæði. Sverðið finnur hann líka fljótlega og kemur það til góðs til að berjast gegn óvinum sem reyna að hindra ferðir Baldos. Baldo tekur að sér ýmis verkefni og lendir í ýmsum ævintýrum og þarf að leysa þrautir, berjast við óvini og stúta endaköllum.

Tilfinningin er sú að leikurinn hefði þurft nokkra mánuði til viðbótar í þróun en það er að finna nokkuð mikið ójafnvægi í leiknum auk þess sem töluvert af böggum er að finna í leiknum sem hafa áhrif á upplifunina.

Þrátt fyrir fallegt útlit á tölvuleiknum og ágæta byrjun versnar leikurinn jafnt og þétt því lengra sem líður á spilunina. Tilfinningin er sú að leikurinn hefði þurft nokkra mánuði til viðbótar í þróun en það er að finna nokkuð mikið ójafnvægi í leiknum auk þess sem töluvert af böggum er að finna í leiknum sem hafa áhrif á upplifunina. Ójafnvægið lýsir sér fyrst og fremst í því hve auðvelt er að deyja í leiknum en lítill greinarmunur er gerður á litlum óvinum og endaköllum, örfáar snertingar við venjulegan óvin geta verið banvænar og óvinir eiga of auðvelt með að loka þig af út í horni og drepa þig.

Í mínu tilfelli þurfti ég að endurspila fyrsta klukkutímann í leiknum þar sem galli varð til þess að ég þurfti að hefja nýjan leik. Síðar í leiknum var ekki hægt að klára verkefni vegna galla. Þessir gallar eru víða í leiknum og gera upplifunina heldur þreytandi. Þess utan er leikurinn sjálfur frekar einhæfur í spilun og býður ekki upp á mikla dýpt.

Fjallað var um leikinn í þætti tuttugu og sjö af Leikjavarpinu og er hægt að nálgast kaflann úr hlaðvarpsþættinum hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑