Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Flestir leikjanördar muna eflaust eftir rauntíma herkænskuleiknum StarCraft sem leikjafyrirtækið Blizzard gaf út árið 1998 fyrir PC. Það eru ekki margir leikir sem geta státað af  sambærilegum vinsældum og StarCraft hefur náð í gegnum tíðina, þar sem spilarar víðsvegar um heiminn spila leikinn enn þann dag í dag. Í Suður-Kóreu eru reglulega haldin stór StarCraft mót þar sem bestu spilurunum er fagnað líkt og rokkstjörnum og áhorfendur fylgjast spenntir með leiknum. Í þessu sjö mínútna heimildarbroti fáum við að kynnast stemningunni í kringum mótin og lífi atvinnuspilarans. – BÞJ

Lesa meira

Spunaspil hafa lengi vel verið með stimpil á sér, sem samanber að spilarar þess sé litlir bólugrafnir nördar sem ganga um skógvaxið lendi með atgeir í hendi og klæddir brynju, að því viðbættu að eiga heima í kjallaranum hjá mömmu sinni. Svipaður hugsunargangur hefur ríkt lengi um ýmis áhugamál, til dæmis tölvuleikjaspilun eins og margur hver lesandi Nörd Norðursins (fyrir utan atgeirinn og brynjuna kannski) stundar. En núna eru nýjir tímar og tölvuleikir hafa hlotið félagslegt samþykki (upp að vissu marki). Hinsvegar lifir nördalegi frændinn, spunaspilið, enn neðanjarðar lífi og það litla sem umheimurinn veit (eða heldur að hann viti)…

Lesa meira

Þá er komið að tímamótamynd úr kvikmyndaheimi myndasagna; fyrsta víxlaða ofurhetjumyndin, en víxlun (crossover) er daglegt brauð í heimi nútíma myndasagna. Þetta hefur verið blautur draumur allra helstu kvikmynda- og myndasögunörda síðast liðin fjögur ár með heilmikla sögulega uppbyggingu, og eru stórlaxar til stuðnings bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar. Að lokum var nördakonunginum, Joss Whedon, fenginn til að binda lokahnykkinn með stæl. The Avengers var biðarinnar virði og skilur heilmikið eftir sig, hvort sem það eru tröllvaxnar væntingar fyrir framtíð seríunnar (möguleikar Marvel eru nú óteljandi), aðdáun af litríkri og persónuríkri uppskeru, eða hversu endur áhorfanleg myndin er. The…

Lesa meira

Í dag, 8. maí 2012, kemur út frí viðbót fyrir meistaraverkið Portal 2 sem mun gera spilurum kleift að búa til sína eigin þrautaklefa (Test Chambers). Fyrirtækið Valve gaf út skemmtilegt kynningarmyndband fyrir viðbótina sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Viðbótina verður hægt að sækja á PC eða Mac og hefur hún fulla tengingu við Steam Workshop sem er öflugt og þekkt tól innan Steam forritsins. Steam Workshop gefur spilurum auðvelda leið til að búa til efni og deila því meðal jafninga sem spila sama leik. Því má búast við því að mikið magn af þrautaklefum fyrir Portal 2…

Lesa meira

Í dag, 6. maí, eru liðin 9 ár frá því að íslenski fjölspilunarleikurinn EVE Online leit dagsins ljós. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin og lifir enn góðu lífi. Í tilefni dagsins fundum við úrklippu úr Morgunblaðinu frá 6. maí 2003 (bls. 59), daginn sem EVE Online kom út: – BÞJ

Lesa meira

Þegar að ljósmyndari frá Nörd Norðursins mætti á Ókeypis myndasögudaginn hjá Nexus klukkan korter yfir eitt var þegar komin löng röð sem hlykkjaðist um planið. Góð stemmning var yfir fólki enda gott veður og DJ var úti sem spilaði tryllta nördatónlist; allt frá John Williams og My Little Pony yfir í Velvet Acid Christ. Allir fengu ókeypis tölublað frá Ókeibæ sem nefnist ÓkeiPiss og virðist vera orðin hefð á þessum degi þar sem fyrsta tölublað af ÓkeiPiss kom út á sama degi fyrir ári síðan. Eins og í fyrra var það besta úr innsendum myndasögum valið og birt í blaðinu. Einnig…

Lesa meira

Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Fyrsti viðmælandi okkar er Hilmar Veigar Pétursson. Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri stærsta leikjafyrirtækis á Íslandi, CCP, er fyrsti viðmælandi okkar. Hilmar hefur starfað sem  framkvæmdastjóri CCP frá árinu 2004, en fyrirtækið er hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online sem hefur verið í gangi frá árinu 2003, og fyrstu-persónu fjölspilunarskotleikinn DUST 514 sem er væntanlegur á PlayStation 3 leikjatölvuna síðar á árinu. Hilmar er tölvunarfræðingur að mennt og með B. Sc frá Háskóla Íslands og starfaði meðal annars hjá OZ og SmartVR áður en hann hóf feril…

Lesa meira

Endur fyrir löngu börðust átta ofurmenni með guðlega krafta í ríki Shinkoku gegn illum öflum sem kallast Gohma. Eftir sigurinn á Gohma er keisari Shinkoku myrtur og er Asura kennt um verknaðinn. Í kjölfarið er eiginkona Asura drepin, dóttur hans rænt og Asura útskúfaður úr ríki Shinkoku. 12.000 árum síðar rís Asura aftur til lífs og þyrstir í að hefna sín á öllum þeim sem sviku hann. Spilun Spilun leiksins skiptist í tvo hluta; annars vegar þriðju persónu skot- og bardagaleik og hins vegar takkarunu-bardaga. Í þriðju persónu skot- og bardagahluta leiksins stýrir spilarinn Asura innan lítins ramma og…

Lesa meira

Hollywood-mynd byggð á teiknimyndaþáttunum ThunderCats hefur verið á dagskrá í fleiri ár, en ávallt verið frestað. Árið 1998 setti einhver myndblandari saman plakat sem sýndi Matthew McConaughey sem LionO, Wesley Snipes sem Panthro og Ed Harris sem hinn illa Mumm-Ra, og dreifðist það um netið líkt og eldur í sinu (smelltu á plakatið hér til hægri til að sjá það í stærri útgáfu). Að þessu sinni hefur ThunderCats-aðdáandi sett saman stiklu fyrir uppskáldaða kvikmynd í fullri lengd með ansi skemmtilegum tæknibrellum. Í stiklunni fer enginn annar en Brad Pitt með hlutverk LionO, Vin Diesel fer í gervi Panthro og Hugh Jackman leikur Tygra. …

Lesa meira

Lagið Let Them Bleed eftir íslenska tónlistarmanninn Togga prýðir um þessar mundir forsíðu  sjóræningjasíðunnar The Pirate Bay. Síðan hefur verið að kynna fjöldan allan af listamönnum upp á síðkastið í lið sem þeir kalla The Promo Bay. Medialux Music Production segja að aldrei hafi jafn margir gestir heimsótt síðuna þeirra og eftir að lagið var auglýst á The Pirate Bay, en gestirnir flykkjast inn í tugþúsundatali til að hlusta á og sækja lagið hans Togga. Medialux sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir benda á hversu öflugur miðill torrent-síður eru orðnar í dag, og geta listamenn nýtt sér…

Lesa meira