Tölvuleikir

Birt þann 9. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Stjörnurnar í StarCraft [MYNDBAND]

Flestir leikjanördar muna eflaust eftir rauntíma herkænskuleiknum StarCraft sem leikjafyrirtækið Blizzard gaf út árið 1998 fyrir PC. Það eru ekki margir leikir sem geta státað af  sambærilegum vinsældum og StarCraft hefur náð í gegnum tíðina, þar sem spilarar víðsvegar um heiminn spila leikinn enn þann dag í dag.

Í Suður-Kóreu eru reglulega haldin stór StarCraft mót þar sem bestu spilurunum er fagnað líkt og rokkstjörnum og áhorfendur fylgjast spenntir með leiknum. Í þessu sjö mínútna heimildarbroti fáum við að kynnast stemningunni í kringum mótin og lífi atvinnuspilarans.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑