Íslenskt

Birt þann 5. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Spurt og spilað: Hilmar Veigar Pétursson

Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Fyrsti viðmælandi okkar er Hilmar Veigar Pétursson.

Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri stærsta leikjafyrirtækis á Íslandi, CCP, er fyrsti viðmælandi okkar. Hilmar hefur starfað sem  framkvæmdastjóri CCP frá árinu 2004, en fyrirtækið er hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online sem hefur verið í gangi frá árinu 2003, og fyrstu-persónu fjölspilunarskotleikinn DUST 514 sem er væntanlegur á PlayStation 3 leikjatölvuna síðar á árinu.

Hilmar er tölvunarfræðingur að mennt og með B. Sc frá Háskóla Íslands og starfaði meðal annars hjá OZ og SmartVR áður en hann hóf feril sinn hjá CCP.

 

Hverskonar tölvuleiki spilaru helst?

- RTS og simulation.

 

Uppáhalds tölvuleikur?

- StarCraft I

 

Fyrsta leikjatölvan?

- Sinclair Spectrum

 

Uppáhalds leikjatölvan?

- PlayStation 3

 

Eitthvað að lokum?

- Allir að spila DUST 514 í haust.

– BÞJ
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑