Author: Bjarki Þór Jónsson

Arnar Tómas Valgeirsson deildi íslenskum þýðingum sínum á þekktum Pokémon-skrímslum á dögunum á Facebook-hópnum Bylt Fylki. Mörgum þótti þýðingar Arnars ansi skemmtilegar en þar má meðal annars finna vasaskrímslin Krúttípútt, Knúsfús, Eldklár, Hrotþurs og Kálhaus. Við ákváðum að heyra aðeins í Arnari og spyrja hann út í þessar skemmtilegu þýðingar. Arnar segist halda að hann hafi verið einn fyrstu Íslendinganna til að fá Pokémon-æðið á sínum tíma þegar við spyrjum út í tengsla hans við Pokémon-heiminn. „Ég var staddur með fjölskyldu minni í Washington D.C í kringum 1998/1999 þegar bólan sprakk í Bandaríkjunum. Þetta var gjörsamlega alls staðar og líkt…

Lesa meira

Í ævintýra- og þrautaleiknum TOHU stjórnar spilarinn lítilli stelpu sem getur breytt sér í vélmennið Cubus. Ill vera hefur ráðist á heimabæ stelpunnar og virðast þessi vera eingöngu vilja eyðileggja allt sem á vegi hennar verður. Það er í höndum spilarans að bjarga heiminum frá þessari illu veru með því að safna nauðsynlegum hlutum til að lagfæra það sem veran hefur eyðilagt. Leikurinn er virkilega fallegur og hljóðin í leiknum vel gerð. Gullmolinn eru þó þrautirnar sem eru hæfilega erfiðar – þær ná að halda manni vel við efnið án þess að vera of erfiðar. Stundum koma þó tímapunktar þar…

Lesa meira

Myndlistarmaðurinn Ragnhildur von Weisshappel deildi nýverið nokkrum skemmtilegum myndum í Facebook-hópnum Nintendo Ísland af kökum sem hún bakaði og skreytti með The Legend of Zelda þema. Við höfðum samband við Ragnhildi og spurðum hana aðeins út í kökuskreytingarnar, Zelda og hvort hún hafi yfir höfuð mikinn áhuga á kökubakstri. Ég er myndlistarmaður og tek hráefnið þar sem það gefst, fæ semsagt útrás fyrir sköpunarþörfina í móðurhlutverkinu. „Ég verð að segja nei við þessari spurningu. Ég er myndlistarmaður og tek hráefnið þar sem það gefst, fæ semsagt útrás fyrir sköpunarþörfina í móðurhlutverkinu. Kökurnar sem ég baka eru mjög beisik og smjörkremið…

Lesa meira

Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins fóru yfir tölvuleikjaárið 2020 í nítjánda þætti Leikjavarpsins. Ekki voru allir sammála um hvaða tölvuleikur ætti skilið titilinn besti tölvuleikur ársins 2020 en tveir leikir stóðu áberandi upp úr að okkar mati og enduðu þeir tveir leikir í tveim efstu sætum dómnefndar. 5. HADES Þetta er indíleikurinn sem kom, sá og sigraði árið 2020. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna á árinu og ekki að ástæðulausu. Leikurinn er hraður rogue-like hasar- og hlutverkaleikur þar sem þú þarft að berjast við djöfla og púka. Í leiknum deyr karakterinn…

Lesa meira

Útgáfudagur Xbox Series X og Xbox Series S, níundu kynslóð leikjatölva frá Microsoft, var 10. nóvember síðastliðinn. Í gær bauð Gamestöðin óvænt upp á þrjú eintök af Xbox Series X til sölu og er það í fyrsta sinn sem leikjatölvan fer í almenna sölu á Íslandi. Heitar umræður mynduðust þegar verðmiðinn var birtur en eitt eintak kostaði 159.999 kr. Við heyrðum í Hallbirni S. Guðjónssyni hjá Gamestöðinni og spurðum hann út í verðið, framboð á tölvunni og hvers vegna upprunalega færslan sem innihélt upplýsingar um verðið á tölvunni sé horfinn af Facebook-síðu fyrirtæksins.

Lesa meira

Gamestöðin fékk þrjár Xbox Series X leikjatölvur í dag og var þar með fyrsta og eina íslenska verslunin sem hefur boðið upp á sölu á nýjustu leikjatölvunni frá Microsoft. Verðmiðinn kom mörgum á óvart en tölvan hjá þeim kostaði 159.999 kr., samkvæmt Facebook-færslu Gamestöðvarinnar sem hefur nú verið eytt. Almennt verð á tölvunni erlendis er 499 Bandaríkjadalir, 449 bresk pund eða 499 Evrur, eftir því hvar tölvan er keypt. Á núverandi gengi myndi það gera á bilinu 61.000 til 81.000 íslenskar krónur. Það væri því hægt að kaupa tvær Xbox Series X leikjatölvur erlendis fyrir sama verð og ein kostar…

Lesa meira

Sackboy: A Big Adventure er platformer-leikur í þrívídd sem kom út 12. nóvember síðastliðinn á PlayStation 4 og 19. nóvember á PlayStation 5. Leikurinn byggir á LittleBigPlanet leikjaseríunni en stendur þó utan hennar sem sjálfstæður leikur og flokkast sem svokallað spin-off. Í leiknum fylgir spilarinn Sackboy í gegnum fjölbreytt ævintýri með það að markmiði að bjarga vinum sínum og Craftworld-heiminum frá hinum illræmda Vex. Einfaldlega stórskemmtilegur Mikið gleðiefni er að sjá jafn vandaðan platformer og Sackboy koma á markað samhliða PlayStation 5 leikjatölvunni. Sackboy er í stuttu máli sagt einfaldlega stórskemmtilegur. Spilunin er einföld og mátulega krefjandi en þó þannig…

Lesa meira

Costco á Íslandi seldi eintök af PlayStation 5 leikjatölvunni. Óstaðfestar heimildir okkar herma að diskalausa útgáfan (Digital Edition) hafi verið í boði og kostaði um 75.000 kr. en aðrar verslanir hafa verið að selja tölvuna á í kringum 80.000 kr. Tekið skal fram að fyrsta sendingin af PS5 er uppseld í Costco. Við hringdum í Costco í hádeginu í dag og spurðum hvort fleiri eintök væru væntanleg fyrir jól. Að sögn starfmanns er ekki hægt að staðfesta aðra sendingu af PS5 í dag en ekki væri ólíklegt að fleiri eintök yrðu í boði hjá þeim fyrir jól. Þetta gefur mörgum…

Lesa meira

Tuttugu og fimm ár eru liðin frá útgáfu fyrstu PlayStation leikjatölvunnar. Tölvan kom á markað haustið 1995 og náði strax miklum vinsældum og varð fljótt ein vinsælasta leikjatölva allra tíma. Flestir Íslendingar ættu að þekkja PlayStation leikjatölvurnar en undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um PlayStation 5, nýjustu PlayStation leikjatölvuna, í fjölmiðlum sem var gefin út á Íslandi og víðar þann 19. nóvember síðastliðinn. Það eru aftur á móti kannski ekki margir sem vita að Íslendingurinn Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrum yfirmaður hjá Time Warner fjölmiðlasamsteypunni, var einn af lykilmönnum til að koma fyrstu PlayStation leikjatölvunni á markað. Það…

Lesa meira

Í dag er útgáfudagur PlayStation 5 leikjatölvunnar á Íslandi og víðar. Íslenskar verslanir munu í dag afhenda viðskiptavinum sínum eintök sem keypt voru í forsölu í september. Ekki verður hægt að kaupa tölvuna á staðnum í almennri sölu heldur er eingöngu verið að afhenda forseld eintök. Næsta sending af PS5 er væntanleg til landsins einhverntímann á næsta ári, nákvæm dagsetning hefur ekki verið staðfest. Við minnum á að sýna þolinmæði á þessum stóra degi. Virða tveggja metra regluna sem er enn í gildi og nota grímu. Verslanir hafa sent viðskiptavinum sínum póst með leiðbeiningum sem gott er að lesa yfir…

Lesa meira