Útgáfudagur Xbox Series X og Xbox Series S, níundu kynslóð leikjatölva frá Microsoft, var 10. nóvember síðastliðinn. Í gær bauð Gamestöðin óvænt upp á þrjú eintök af Xbox Series X til sölu og er það í fyrsta sinn sem leikjatölvan fer í almenna sölu á Íslandi. Heitar umræður mynduðust þegar verðmiðinn var birtur en eitt eintak kostaði 159.999 kr. Við heyrðum í Hallbirni S. Guðjónssyni hjá Gamestöðinni og spurðum hann út í verðið, framboð á tölvunni og hvers vegna upprunalega færslan sem innihélt upplýsingar um verðið á tölvunni sé horfinn af Facebook-síðu fyrirtæksins.
Author: Bjarki Þór Jónsson
Gamestöðin fékk þrjár Xbox Series X leikjatölvur í dag og var þar með fyrsta og eina íslenska verslunin sem hefur boðið upp á sölu á nýjustu leikjatölvunni frá Microsoft. Verðmiðinn kom mörgum á óvart en tölvan hjá þeim kostaði 159.999 kr., samkvæmt Facebook-færslu Gamestöðvarinnar sem hefur nú verið eytt. Almennt verð á tölvunni erlendis er 499 Bandaríkjadalir, 449 bresk pund eða 499 Evrur, eftir því hvar tölvan er keypt. Á núverandi gengi myndi það gera á bilinu 61.000 til 81.000 íslenskar krónur. Það væri því hægt að kaupa tvær Xbox Series X leikjatölvur erlendis fyrir sama verð og ein kostar…
Sackboy: A Big Adventure er platformer-leikur í þrívídd sem kom út 12. nóvember síðastliðinn á PlayStation 4 og 19. nóvember á PlayStation 5. Leikurinn byggir á LittleBigPlanet leikjaseríunni en stendur þó utan hennar sem sjálfstæður leikur og flokkast sem svokallað spin-off. Í leiknum fylgir spilarinn Sackboy í gegnum fjölbreytt ævintýri með það að markmiði að bjarga vinum sínum og Craftworld-heiminum frá hinum illræmda Vex. Einfaldlega stórskemmtilegur Mikið gleðiefni er að sjá jafn vandaðan platformer og Sackboy koma á markað samhliða PlayStation 5 leikjatölvunni. Sackboy er í stuttu máli sagt einfaldlega stórskemmtilegur. Spilunin er einföld og mátulega krefjandi en þó þannig…
Costco á Íslandi seldi eintök af PlayStation 5 leikjatölvunni. Óstaðfestar heimildir okkar herma að diskalausa útgáfan (Digital Edition) hafi verið í boði og kostaði um 75.000 kr. en aðrar verslanir hafa verið að selja tölvuna á í kringum 80.000 kr. Tekið skal fram að fyrsta sendingin af PS5 er uppseld í Costco. Við hringdum í Costco í hádeginu í dag og spurðum hvort fleiri eintök væru væntanleg fyrir jól. Að sögn starfmanns er ekki hægt að staðfesta aðra sendingu af PS5 í dag en ekki væri ólíklegt að fleiri eintök yrðu í boði hjá þeim fyrir jól. Þetta gefur mörgum…
Tuttugu og fimm ár eru liðin frá útgáfu fyrstu PlayStation leikjatölvunnar. Tölvan kom á markað haustið 1995 og náði strax miklum vinsældum og varð fljótt ein vinsælasta leikjatölva allra tíma. Flestir Íslendingar ættu að þekkja PlayStation leikjatölvurnar en undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um PlayStation 5, nýjustu PlayStation leikjatölvuna, í fjölmiðlum sem var gefin út á Íslandi og víðar þann 19. nóvember síðastliðinn. Það eru aftur á móti kannski ekki margir sem vita að Íslendingurinn Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrum yfirmaður hjá Time Warner fjölmiðlasamsteypunni, var einn af lykilmönnum til að koma fyrstu PlayStation leikjatölvunni á markað. Það…
Í dag er útgáfudagur PlayStation 5 leikjatölvunnar á Íslandi og víðar. Íslenskar verslanir munu í dag afhenda viðskiptavinum sínum eintök sem keypt voru í forsölu í september. Ekki verður hægt að kaupa tölvuna á staðnum í almennri sölu heldur er eingöngu verið að afhenda forseld eintök. Næsta sending af PS5 er væntanleg til landsins einhverntímann á næsta ári, nákvæm dagsetning hefur ekki verið staðfest. Við minnum á að sýna þolinmæði á þessum stóra degi. Virða tveggja metra regluna sem er enn í gildi og nota grímu. Verslanir hafa sent viðskiptavinum sínum póst með leiðbeiningum sem gott er að lesa yfir…
Við höldum áfram með PS5 verðkönnun okkar að tilefni útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar sem kemur í verslanir þann 19. nóvember næstkomandi. Í seinustu viku bárum við saman verð á aukahlutum fyrir PlayStation 5 og í þetta sinn ætlum við að bera saman verð á völdum PS5 tölvuleikjatitlum: Assassin’s Creed: Valhalla, Sackboy: A Big Adventure, Spider-Man: Miles Morales og Demon’s Souls. Uppgefin verð á áðurnefndum leikjum í vefverslun Elko, Gamestöðvarinnar og Kids Coolshop voru skoðuð þann 16. nóvember 2020. Tekið er fram á heimasíðu Kids Coolshop að ef leikurinn er ekki til á lager á Íslandi þarf viðskiptavinur mögulega að bíða…
PlayStation 5 leikjatölvan er nýkomin á markað og er Spider-Man: Miles Morales einn af stóru útgáfuleikjum tölvunnar, en leikurinn er einnig fáanlegur á PS4. Í leiknum kynnumst við Miles Morales sem, líkt og Peter Parker, var bitinn af erfðabreyttri könguló og öðlast svipaða ofurkrafta og Spider-Man. Þessi gagnrýni miðast við PS5 útgáfu leiksins. Miles leysir Peter af Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi Spider-Man. Í Marvel-leiknum Spider-Man: Miles Morales fylgjum við hetjunni Miles Morales sem hefur öðlast sambærilega krafta og Peter Parker sem er upprunalegi…
Nörd Norðursins bar saman verð í íslenskum verslunum á aukahlutum fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna. Verð á vefverslunum hjá Elko, Gamestöðinni, Kids Coolshop, Vodafone og Tölvutek voru borin saman. verð í ISKElkoGamestöðinKids CoolshopVodafoneTölvutekDualSense fjarstýring12.99512.99912.99912.99012.990DualSense hleðslustöð6.4955.999Ekki til6.4905.990Pulse 3D heyrnartól 19.99518.999Ekki til19.99019.990HD myndavél11.99510.999Ekki til11.99011.990Margmiðlunarfjarstýring6.4955.9996.2996.4905.990Heildarkostnaður:57.97554.995Vantar gögn57.95056.950 Afskaplega litlu munar á verði milli verslana. Tölvutek býður oftast upp á lægsta verðið en Gamestöðin býður upp á lægsta heildarverðið ef allir aukahlutirnir eru keyptir á sama stað. Í töflunni hér fyrir ofan má sjá verðin líkt og þau birtust þann 12. nóvember 2020 kl. 13:30 á vefverslun verslana.
Þá er komið að því! PlayStation 5 leikjatölvan frá Sony er væntanleg til landsins fimmtudaginn 19. nóvember! Tölvan tilheyrir níundu kynslóð leikjatölva og er arftaki PlayStation 4 leikjatölvunnar sem hefur notið mikilla vinsælda og er í fjórða sæti yfir mest seldu leikjatölvur allra tíma (Statista). Erlendis hafa Sony og Microsoft barist hart um hylli viðskiptavina þar sem Xbox Series X og Series S, níunda kynslóð leikjatölva frá Microsoft, kemur í verslanir þann 10. nóvember næstkomandi sem þýðir að báðar leikjatölvurnar koma út á mjög svipuðum tíma, eða korter í jól. Tölvan tilheyrir níundu kynslóð leikjatölva og er arftaki PlayStation 4…