Fréttir

Birt þann 31. ágúst, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nýjar PS5 tölvur virðast hitna meira

Samkvæmt myndbandi sem Austin Evans birti á YouTube-rás sinni hefur viftunni í PlayStation 5 tölvunni verið breytt í nýrri útgáfu af tölvunni, auk þess sem varmasvelgurinn (heat sink) er töluvert minni. Hitamæling sýnir að þegar kveikt er á nýju PS5 útgáfunni þá mælist hún almennt um 3-5 gráðu heitari en upprunalega útgáfan. Mögulega breytir þetta ekki miklu en einhverjir óttast að hitinn sé nægur til að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið.

Nýjasta módelið virðist ekki vera komið í almenna dreifingu nema á völdum stöðum en gert er ráð fyrir því að nýja módelið taki við af því gamla, það er að segja upprunalegu útgáfu PS5 sem hefur haldist óbreytt síðan að hún var gefin út í nóvember í fyrra.

Mynd: YouTube / Austin Evans

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑