Fréttir

Birt þann 16. ágúst, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

GameTíví með fjóra þætti á viku

GameTíví hefstí kvöld eftir gott sumarfrí. Dagskráin hefur aldrei verið umfangsmeiri og fjölbreyttari en nú en fjórir nýir þættir verða sendir út í hverri viku. Áhersla er lögð á að streyma leikjum þar sem GameTíví hópurinn mun streyma á mánudögum, Queenz (sem samanstendur af DiamondMynXx og VölluPjöllu) mun streyma á þriðjudögum, Babe Patrol streymir á miðvikudögum og á sunnudögum mæta Benni og félagar til leiks.

Hægt verður að fylgjast með á Twitch-rás GameTíví, Stöð 2 eSport og Vísi.is. Fyrsti þátturinn hefst í kvöld, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 20:00 þar sem hópurinn mun spila Machines Arena og spila í 5. leikjalotu (season) Warzone.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑