Menning

Birt þann 16. ágúst, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Mandalorian spottaður við eldgosið í Fagradalsfjalli!

Mandalorian sást á dögunum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var sjálfur Din Djarin líkt og sést á brynju hans og vopni. Þetta staðfestir 501st Legion á Íslandi í samtali við Nörd Norðursins en þeir eru hluti af The 501st Legion, alþjóðlegum Star Wars samtökum sem klæðast ná­kvæmum eftir­líkingum af búningum ill­mennanna í Star Wars myndunum.

501st Legion leggur sitt af mörkum til að gleðja aðra og láta gott af sér leiða og þar af leiðandi ekkert að óttast og engin SMS væntanleg frá Almannavörnum. Við fengum leyfi frá hópnum til að birta umræddar myndir en hægt er að skoða fleiri myndir á 501st Legion Icelandic Outpost á Facebook.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑