Fréttir

Birt þann 8. júlí, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nýtt sýnishorn úr The Machines Arena

Kínversk-íslenska leikjafyrirtækið Directive Games sendi frá sér nýtt sýnishorn í dag úr tölvuleiknum The Machines Arena. Directive Games var stofnað árið 2014 og eru höfuðstöðvar þess í Sjanghæ en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Kópavogi og Kaliforníu. Atli Már Sveinsson, einn af upphafsmönnum CCP í Sjanghæ, er meðal stofnenda Directive Games ásamt fólki úr lykilstöðum hjá tæknirisum á borð við Ubisoft og EA.

The Machines Arena er hraður PvP fjölspilunarskotleikur þar sem hver bardagi tekur aðeins 5-7 mínútur.

The Machines Arena er hraður PvP fjölspilunarskotleikur þar sem hver bardagi tekur aðeins 5-7 mínútur. Spilarar fá að velja sína hetju í leiknum og hefur hver sinn sérstaka hæfileika og sérsniðin vopn. Alls hafa fimm hetjur verið kynntar til sögunnar og eru fleiri í vinnslu.

Leikurinn er enn á þróunarstigi (alpha) og hefur enginn útgáfudagur verið tilkynntur opinberlega. Á heimasíðu The Machines Arena er hægt að finna nánari upplýsingar um hetjurnar í leiknum og tengil á Steam og Discord-rás leiksins.

Uppfært 9. júlí 2021: Höfuðstöðvar Directive Games eru í Sjanghæ en ekki Hong Kong líkt og upphaflega fram kom í fréttinni.

Heimildir: Directive Games, The Machine Arena

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑