Fréttir

Birt þann 9. júlí, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Engar stórar fréttir frá Sony í kjölfar E3

Sony tók ekki þátt í E3 tölvuleikjaráðstefnunni í ár þar sem hefð er fyrir því að stærstu leikjafyrirtækin og leikjatölvuframleiðendurnir kynna það sem framundan er. Þessi ákvörðun Sony kom nokkuð mörgun á óvart þar sem PlayStation leikjatölvurnar frá fyrirtækinu hafa notið gríðarlegra vinsælda í gegnum árin ásamt fjölmörgum stórleikjum sem tengjast þeim. Fjallað var um þetta mál í 25. þætti Leikjavarpsins.

Engar stórar fréttir eða tilkynningar komu frá Sony en hápunktur kynningarinnar var nýtt sýnishorn úr Deathloop…

Sony hefur undanfarið haldið sérstakar State of Play kynningar á netinu þar sem Sony kynnir sitt efni sérstaklega fyrir áhorfendum og í kvöld hélt Sony sína fyrstu State of Play kynningu frá því að E3 ráðstefnan var haldin í byrjun júní. Engar stórar fréttir eða tilkynningar komu frá Sony en hápunktur kynningarinnar var nýtt sýnishorn úr Deathloop sem er væntanlegur á PlayStation 5 og PC þann 14. september næstkomandi. Að undanskildum Death Stranding Directors Cut var áhersla lögð á smærri leiki á borð við Moss – Book II, Arcadegeddon, Tribes of Midgard, F.I.S.T., Hunters Arena Legends, SIFU og Lost Judgment.

State of Play 8. júlí 2021

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑