Menning

Birt þann 5. september, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tölvuleikjaveggur skreyttur Kratos, Scorpion og Doom Slayer

Listamaðurinn Juan Pictures lauk nýlega við að mála vegg með metnaðarfullu tölvuleikja- og kvikmyndaþema. Á veggnum finnum við hinn vígalega Kratos úr God of War, Venom úr ofurhetjuheimi Marvel, Scorpion og Sub-Zero úr Mortal Kombat, Dragon God úr Demon’s Souls, Jin Sakai úr Ghost of Tsushima, Doom Slayer úr Doom Eternal og síðast en ekki síst illmennið Svarthöfða úr Star Wars.

Juan Pictures hefur áður ratað í fjölmiðla meðal annars fyrir að hafa gætt Vesturbæ lífi með því að myndskreyta vegg á horni Hofs­valla­götu og Hring­braut­ar með sérhönnuðu íslensku borði úr gamla góða Mario Bros. tölvuleiknum (mbl.is). Þess má geta að þá er hægt að kaupa minni útgáfu af því verki á heimasíðu listamannsins. Í samtali við Nörd Norðursins segist Juan reglulega fá fyrirspurnir um veggskreytingar innanhús og að hann taki slík verk að sér.

Hægt er að skoða fleiri myndir eftir Juan Pictures á Instagram.

Myndir: Instagram / Juan Pictures

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑