Vafra: Leikjarýni

The Last of Us leikirnir tveir hafa notið mikilla vinsælda og hlotið lof margra spilara í gegnum árin. Fyrri leikurinn kom út árið 2013 á PlayStation 3 leikjatölvuna og sá seinni, The Last of Us Part II, var gefinn út árið 2020 á PlayStation 5. Leikirnir bjóða upp á sterkan söguþráð, vel skapaðar og áhugaverðar persónur, vandaðan leikjaheim og á heildina litið ógleymanlega upplifun. Í seinasta mánuði kom út endurgerð af fyrri leiknum og ber leikurinn heitið The Last of Us Part I. Um er að ræða sama klassíska leik og kom út árið 2013 nema búið er að endurgera…

Lesa meira

Í vikunni kom út Uncharted: Legacy of Thieves safnið á PC og er fáanlegt í gegnum Steam og Epic Store búðirnar. Safnið inniheldur Uncharted 4: A Thief’s End og Uncharted: Lost Legacy. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að spila leiki í seríunni á PlayStation leikjavélunum. Þetta safn byggir á því sem kom út fyrr á árinu fyrir PlayStation 5 ásamt að styðja við þá ótal möguleika sem PC býður upp á. Það eina sem vantar úr leikjunum á PlayStation 4 er fjölspilun Uncharted 4. Hér fyrir ofan er útgáfu kitlan fyrir safnið og stillir upp sögunni og hasarnum sem…

Lesa meira

Hvað verður um Gotham ef Batman er ekki til að vernda hana? Það er spurningin sem leikurinn Gotham Knights reynir að svara. Hetjurnar Nightwing, Batgirl, Robin og Red Hood þurfa að stíga upp að reyna að bjarga Gotham borg frá glötun eftir fráfall Batmans. Glæpamenn leika lausum hala og helstu skúrkar DC Comics bókanna, eins og Clayface, Harley Quinn, Mr Freeze herja á fólk borgarinnar. En aðalógnin við borgina er undir yfirborðinu og hið dularfulla leynisamfélag Court of Owls sem hefur togað í spottana öldum saman á bakvið tjöldin. Batman þjálfaði persónur leiksins og var hluti af lífi þeirra allra…

Lesa meira

Ári eftir að hafa komið út á PC og PlayStation 5 þá er leikurinn Deathloop kominn út fyrir Xbox Series X|S leikjavélar Microsoft. Sony hafði tryggt sér einkaréttinn á leik Arkane Studios fyrir PS5 í ár með samningi við Bethesda Softworks útgefanda leiksins, sem vill til að er í eigu Microsoft, en þessir samningar voru gerðir fyrir þau kaup. Fyrr á þessu ári kom síðan út leikurinn Ghostwire Tokyo sem var líka hluti af sama samningi og ætti að skila sér á Xbox eftir að ár er liðið frá útgáfu hans. Sagan er á þann hátt að leikmenn fara í…

Lesa meira

Franska fyrirtækið Spiders hafa fært okkur ævintýra- og hlutverkaleiki eins og Bound by Flame, The Technomancer og Greedfall og hafa leikir þeirra oft verið frumlegir og skemmtilegir en dregnir niður af tæknilegum erfiðleikum og metnaðarleysi sem oft telur meira en fjármagnið og tíminn sem fer í leikina. Steelrising er nýjasti leikur þeirra og kom út fyrir stuttu á PlayStation 5, Xbox Series X|S og PC. Þessi gagnrýni er byggð á PC útgáfu leiksins spiluð í gegnum Steam þjónustuna. Það er áberandi undir hvaða áhrifum Spiders voru undir við gerð Steelrising; það þarf ekki að taka mörg skref í Parísarborg á…

Lesa meira

Nú fyrir stuttu kom út á PC á Steam og Epic Store leikurinn Spider-Man: Remastered sem hingað til hefur verið bara fáanlegur á PlayStation leikjavélum Sony. Leikurinn kom út upprunalega fyrir PlayStation 4 árið 2018 og var einn af bestu leikjum þessa árs og tókum við hann fyrir hérna á Nörd Norðursins. Í nóvember í fyrra kom út Spider-Man: Remastered fyrir PlayStation 5 og er þessi PC útgáfa leiksins byggð á þeirri útgáfu. Sony hefur síðustu árin verið að opna leiki sína meira fyrir PC markaðnum og hafa leikir eins og God of War (2018), Days Gone, Journey, Heavy Rain,…

Lesa meira

Árið 1959 kom út bókin Starship Troopers eftir sci-fi rithöfundinn Robert A. Heinlein. Bókin var gagnrýnd fyrir sterkan áróðurs tón á stríðsátök sem setti hermennskuna og á vissan stall og gerði blóðug átök talsvert fegurri en þau voru í rauninni. Bókin var skrifuð á kaldastríðstímanum og ber þess viss merki í hvernig persónur og átök sögunnar eru sett fram. Bókin fékk þó góðar viðtökur og Heinlein fékk Hugo bókmenntaverðlaunin árið eftir fyrir Starship Troopers. Bókin er líklega þekktasta og vinsælasta verk hans, en einnig má nefna bækur eins og Stranger in a Strange Land, Have Space Suit Will Travel, The…

Lesa meira

Fyrir átta árum þegar að The Elder Scrolls Online (ESO) kom fyrst út átti hann talsvert erfitt uppdráttar þar sem hann var í samkeppni við risa á markaðnum eins og World of WarCraft, Guild Wars 2, Final Fantasy XIV: A Realm Reborn og Star Wars: The Old Republic. Eitt af stærstu vandamálum nýrra MMORPG leikja er að sannfæra fólk um að borga mánaðargjaldið og ESO var í vanda að sannfæra fólk sem voru ekki harðir Elder Scrolls aðdáendur að hoppa á leikinn í stað þeirra sem voru búnir að festa sér sess á markaðnum. Líkt og áður er nauðsynlegt að…

Lesa meira

Mikið hefur breyst í heiminum síðustu ár en ekki hvað varðar Gran Turismo seríuna. Það væri nánast hægt að afrita rýnina fyrir GT Sport frá árinu 2017 og bæta við örfáum nýjungum. Þar með er ekki sagt að þetta sé slæmur leikur. Hann lítur auðvitað betur út, sérstaklega á PS5 og spilunin er að mörgu, en ekki öllu, leyti sú sama. Til að aflæsa allt þarf að spila í gegnum söguna ef sögu skyldi kalla. Hann Luka, eigandi kaffihússins í hverfinu, er með mikið af verkefnum fyrir þig sem þú leysir eitt í einu. Yfirleitt er þetta að safna þremur…

Lesa meira

Að læra að sleppa takinu, það er eitthvað sem persónan Akito þarf að kljást við í gegnum sögu leiksins Ghostwire: Tokyo frá japanska fyrirtækinu Tango Gameworks og kom út fyrir stuttu á PlayStation 5 og PC. Flest okkar hafa upplifað einhvern missi í gegnum lífið, sumt stærra en annað og eitthvað sem skilur eftir sig varanlegt ör á sálinni. Þetta er þema sem leikurinn reynir að skoða með misgóðum árangri. Ghostwire gerist í nútíma Tókýó borg þar sem 99% íbúanna hverfa og eina sem er eftir af þeim eru fötin sem þau voru í. Dularfullir goðsagnakenndir andar herja á borgina…

Lesa meira