Vafra: Leikjarýni
Nú fyrir stuttu kom út á PC á Steam og Epic Store leikurinn Spider-Man: Remastered sem hingað til hefur verið bara fáanlegur á PlayStation leikjavélum Sony. Leikurinn kom út upprunalega fyrir PlayStation 4 árið 2018 og var einn af bestu leikjum þessa árs og tókum við hann fyrir hérna á Nörd Norðursins. Í nóvember í fyrra kom út Spider-Man: Remastered fyrir PlayStation 5 og er þessi PC útgáfa leiksins byggð á þeirri útgáfu. Sony hefur síðustu árin verið að opna leiki sína meira fyrir PC markaðnum og hafa leikir eins og God of War (2018), Days Gone, Journey, Heavy Rain,…
Árið 1959 kom út bókin Starship Troopers eftir sci-fi rithöfundinn Robert A. Heinlein. Bókin var gagnrýnd fyrir sterkan áróðurs tón á stríðsátök sem setti hermennskuna og á vissan stall og gerði blóðug átök talsvert fegurri en þau voru í rauninni. Bókin var skrifuð á kaldastríðstímanum og ber þess viss merki í hvernig persónur og átök sögunnar eru sett fram. Bókin fékk þó góðar viðtökur og Heinlein fékk Hugo bókmenntaverðlaunin árið eftir fyrir Starship Troopers. Bókin er líklega þekktasta og vinsælasta verk hans, en einnig má nefna bækur eins og Stranger in a Strange Land, Have Space Suit Will Travel, The…
Fyrir átta árum þegar að The Elder Scrolls Online (ESO) kom fyrst út átti hann talsvert erfitt uppdráttar þar sem hann var í samkeppni við risa á markaðnum eins og World of WarCraft, Guild Wars 2, Final Fantasy XIV: A Realm Reborn og Star Wars: The Old Republic. Eitt af stærstu vandamálum nýrra MMORPG leikja er að sannfæra fólk um að borga mánaðargjaldið og ESO var í vanda að sannfæra fólk sem voru ekki harðir Elder Scrolls aðdáendur að hoppa á leikinn í stað þeirra sem voru búnir að festa sér sess á markaðnum. Líkt og áður er nauðsynlegt að…
Mikið hefur breyst í heiminum síðustu ár en ekki hvað varðar Gran Turismo seríuna. Það væri nánast hægt að afrita rýnina fyrir GT Sport frá árinu 2017 og bæta við örfáum nýjungum. Þar með er ekki sagt að þetta sé slæmur leikur. Hann lítur auðvitað betur út, sérstaklega á PS5 og spilunin er að mörgu, en ekki öllu, leyti sú sama. Til að aflæsa allt þarf að spila í gegnum söguna ef sögu skyldi kalla. Hann Luka, eigandi kaffihússins í hverfinu, er með mikið af verkefnum fyrir þig sem þú leysir eitt í einu. Yfirleitt er þetta að safna þremur…
Að læra að sleppa takinu, það er eitthvað sem persónan Akito þarf að kljást við í gegnum sögu leiksins Ghostwire: Tokyo frá japanska fyrirtækinu Tango Gameworks og kom út fyrir stuttu á PlayStation 5 og PC. Flest okkar hafa upplifað einhvern missi í gegnum lífið, sumt stærra en annað og eitthvað sem skilur eftir sig varanlegt ör á sálinni. Þetta er þema sem leikurinn reynir að skoða með misgóðum árangri. Ghostwire gerist í nútíma Tókýó borg þar sem 99% íbúanna hverfa og eina sem er eftir af þeim eru fötin sem þau voru í. Dularfullir goðsagnakenndir andar herja á borgina…
Leikjaheimurinn hefur beðið lengi með eftirvæntingu eftir Elden Ring þ.á.m. undirritaður. Strax á útgáfudegi sá maður mjög margar tíur og spurning vaknar; er hann virkilega svona góður? Svarið er já, Elden Ring fer fram úr öllum væntingum sem maður gerði til hans og vel það. Elden Ring er með sama DNA og leikirnir á undan en sker sig samt vel frá þeim aðallega vegna opins heims. Þetta er einnig aðgengilegasti Souls leikur sem gerður hefur verið án þess samt að fórna erfiðleikastiginu, það er einfaldlega svo mikið að gera að ef maður lendir í að berja höfðinu við vegg þá…
Horizon Forbidden West er opinn hasar- og ævintýraleikur frá hollenska leikjafyrirtækinu Guerrilla Games. Leikurinn kom í verslanir 18. febrúar síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjatölvurnar. Fyrri Horizon leikurinn, Horizon Zero Dawn frá árinu 2017, þótti einstaklega vel heppnaður og hlaut lof gagnrýnenda. Til að mynda gáfum við hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum og endaði leikurinn einnig á lista yfir bestu leiki ársins 2017. Það er því ekkert skrítið að margir hafa beðið spenntir eftir framhaldinu og krossa nú fingur að leikurinn standist væntingar. Söguríkur leikur Horizon Forbidden West er beint…
Þú hér?! Hvernig komstu hingað?? Sástu ekki bannskiltið fyrir framan innganginn? Ertu viss um að þú viljir vera hérna? Ég er ekki svo viss… Sérðu X-ið þarna uppi í horninu á vafranum þínum? Viltu ekki bara smella snöggvast á það og loka glugganum? Það er þér fyrir bestu. Því að því minna sem þú veist um leikinn Inscryption, því betra fyrir þig. FARÐU SEGI ÉG! Ertu enn hér? Þú hlýtur að vera ansi forvitinn um þennan blessaða leik. Jæja þá. Fyrst þú eeendilega vilt. Ég skal segja þér aðeins frá Inscryption, en bara aðeins. Mig langar mikið að tala um…
Er hægt að halda í mennska hlutann af sér á meðan heimurinn fer til fjandans, það er spurningin sem leikurinn Dying Light 2 reynir að varpa fram. Hvernig tekst svo upp að svara þeirri spurningu? Hefur biðin eftir leiknum verið þess virði? Pólska fyrirtækið Techland, sem voru helst þekktir fyrir vestra leikina Call of Juarez, hittu í mark árið 2011 með uppvakningaleiknum Dead Island sem var opinn sandkassaleikur þar sem leikmenn börðust við uppvakninga í hitabeltisparadís. Dying Light spratt upp úr vinnu við framhald Dead Island og var ákveðið að gera nýja seríu þar sem leikurinn fór í aðrar áttir.…
Death’s Door er þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur frá Acid Nerve, tveggja manna indíteymi frá Manchester, Englandi. Acid Nerve hafa hingað til verið þekktastir fyrir leikinn Titan Souls sem kom út árið 2015 og fékk nokkuð góða dóma. Nýjasti leikurinn þeirra, Death’s Door, er fáanlegur á PC, PlayStation 4, PlayStation 5, Nintendo Switch, Xbox One og Xbox Series X/S og sér Devolver Digital um útgáfu leiksins. Í Death’s Door stjórnar spilarinn kráku sem þarf að safna sálum fyrir yfirmann sinn, stóru krákuna. Í upphafi leiks er skrifstofusvæði kynnt til sögunnar sem er eins konar miðstöð þar sem tekið er á…