Leikjarýni

Birt þann 31. október, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Vel heppnuð The Last of Us endurgerð

Vel heppnuð The Last of Us endurgerð Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Tímamótverk frá árinu 2013 sem hefur hlotið verðskuldaða og vel útfærða endurgerð.

4.5

Mjög góður


The Last of Us leikirnir tveir hafa notið mikilla vinsælda og hlotið lof margra spilara í gegnum árin. Fyrri leikurinn kom út árið 2013 á PlayStation 3 leikjatölvuna og sá seinni, The Last of Us Part II, var gefinn út árið 2020 á PlayStation 5.

Leikirnir bjóða upp á sterkan söguþráð, vel skapaðar og áhugaverðar persónur, vandaðan leikjaheim og á heildina litið ógleymanlega upplifun. Í seinasta mánuði kom út endurgerð af fyrri leiknum og ber leikurinn heitið The Last of Us Part I. Um er að ræða sama klassíska leik og kom út árið 2013 nema búið er að endurgera leikinn meðal annars með uppfærðri grafík og nýjum módelum.

Ferðalag um Bandaríkin

Rifjum upp um hvað leikurinn er. Árið 2013 gagnrýndum við upprunalega leikinn og hefur söguþráður leiksins haldist óbreyttur enda um endurgerð að ræða en ekki nýja leik: „Leikurinn gerist 20 árum í framtíðinni eftir að útbreidd farsótt hefur tröllriðið heiminum. Fólk lifir í einangruðum herbúðum og verst gegn hinum sýktu. Joel er einn af þeim, hann gerir hvað sem er til þess að lifa af og hikar ekki við að drepa ef einhver ógnar honum. Hann fær það verkefni að smygla táningsstúlku, að nafni Ellie, út fyrir svæðið. Það verkefni vindur upp á sig og ferðalagið tekur þau þvert yfir Bandaríkin, frá austurströndinni til vesturs.

Endurbættur og endurgerður

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem The Last of Us er uppfærður að einhverju leyti þar sem endurbætt útgáfa af leiknum, The Last of Us Remastered, var gefin út fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna árið 2014. Afar fáir (ef einhverjir) einspilunarleikir hafa hlotið jafn stórar uppfærslur og The Last of Us á aðeins einum áratug; upprunalega útgáfan, endurbætt útgáfa og nú endurgerð. Þeir sem hafa spilað leikinn áður og féllu fyrir honum skilja þó vel hvers vegna leikurinn hefur fengið jafn mikla ástúð og raun ber vitni en leikurinn er á fjölda lista yfir bestu tölvuleiki allra tíma, meðal annars hjá IGN og Metacritic. „Tímamótverk“ sögðum við í gagnrýni okkar frá árinu 2013 sem hægt er að lesa hér.

Þörf á endurgerð?

Þar sem svo stutt er liðið frá endurbættu útgáfu The Last of Us má spyrja hvort það hafi verið raunveruleg þörf á því að endurgera leikinn?

Þar sem svo stutt er liðið frá endurbættu útgáfu The Last of Us má spyrja hvort það hafi verið raunveruleg þörf á því að endurgera leikinn? Ég viðurkenni að ég var skeptískur þegar ég heyrði þær fréttir að endurgera ætti leikinn og óttaðist að bilið á milli endurbættu útgáfunnar og endurgerðarinnar yrði það lítið að í raun væri endurgerðin mögulega óþörf. Eftir að hafa spilað brot af endurgerðinni fann ég að það voru óþarfa áhyggjur. Endurgerðin nær að grípa mann aftur og var ég ekki lengi að dragast aftur inn í þann frábæra söguheim sem The Last of Us leikirnir hafa upp á að bjóða. Það er líka ákveðin stemning í því að hafa klárað The Last of Us Part II og geta spilað The Last of Us Part I í svipuðum gæðum þar sem seinni leikurinn náði svo sannarlega að endurvekja áhugann á leiknum.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er endurgerðin og endurbætta útgáfa leiksins borðin saman. Eins og má sjá er munurinn nokkuð mikill.

Endurgerðin er þó á fullu verði sem stoppar eflaust heldur marga í að kaupa leikinn. Leikurinn kostar í dag 69,99 Bandaríkjadali (um 10.000 kr.) í bandarísku PlayStation Store og 79,99 Evrur (um 11.500 kr.) í íslensku PlayStation Store. Verð leiksins hefur verið í gagnrýnt meðal annars í ljósi þess að fjölspilunarhluti upprunalega leiksins er alveg sleppt í endurgerðinni og þar af leiðandi minna af efni í leiknum en áður, auk þess sem leikurinn er ekki svo gamall og þar af leiðandi ekki eins mikil vinna innifalin í því að endurgerða leikinn. Á móti er endurgerðin mjög vel gerð og fylgir viðbótarsagan The Last Of Us: Left Behind með en viðbótin var upprunalega seld stök sem DLC.

Besta útgáfan í dag

Ef þú ætlar að spila fyrsta The Last of Us leikinn, annað hvort aftur eða eftir að hafa spilað The Last of Us Part II og átt alveg eftir að spila fyrsta leikinn þá er endurgerð leiksins klárlega sú flottasta og besta sem er í boði í dag. Leikurinn er tæknilega vel útfærður og nær að standast allar væntingar. Endurgerðin nær að endurskapa andrúmsloft leiksins enn betur en sá upprunalegi en það má ekki gleyma því að þróun innan leikjaheimsins er hröð og leikir sem þóttu tæknilegt undur fyrir 10 árum síðan standast ekki endilega sömu væntingar í dag.

The Last of Us er góður – óháð því hvaða útgáfu þú spilar. En ef ég ætti að mæla með einhverri útgáfu í dag er það hiklaust endurgerðin, The Last of Us Part I,

The Last of Us er góður – óháð því hvaða útgáfu þú spilar. En ef ég ætti að mæla með einhverri útgáfu í dag er það hiklaust endurgerðin, The Last of Us Part I, en endurbætta útgáfan stendur þó enn fyrir sínu og kannski ekki fyrir alla að kaupa endurgerðina á fullu verði nema þú sért mikill aðdáandi leiksins. Hér í lokin er vert að minnast á gagnrýni okkar á upprunalega leiknum sem fékk 4,5 stjörnur af 5 mögulegum og var kallaður tímamótaverk:

Það getur tekið allt að 18 klukkustundir að klára söguþráðinn í fyrstu tilraun, jafnvel lengur ef spilarar deyja oft og tímann sem tekur að skoða hvern króka og kima í leit að birgðum. Söguþráðurinn er það sterkur að ég get alveg séð fyrir mér að spila hann oftar og á hærra erfiðleikastigi. Fjölspilunin ætti síðan að lífga talsvert uppá líftíma leiksins. Tæknilega séð er The Last of Us betri og þroskaðri en allir Uncharted leikirnir til samans. Sumir gætu fengið smá leið á því að gera það sama aftur og aftur, lifa af og finna birgðir. En það endurspeglar bara hvernig þessi heimur virkar, maður gerir það sem maður þarf til þess að lifa af… lífið er svo sannarlega ekki ævintýri. The Last of Us er tímamótaverk og ferðalag sem allir ættu taka, ef þeir eiga PlayStation 3.

Eintak af The Last of Us Part I var í boði útgefanda.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑