Leikjarýni

Birt þann 21. júní, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

0

Pólitík og leynimakk í ESO: High Isle

Pólitík og leynimakk í ESO: High Isle Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Sagan er besti hluti viðbótarinnar

3,5

Morð og drama


Fyrir átta árum þegar að The Elder Scrolls Online (ESO) kom fyrst út átti hann talsvert erfitt uppdráttar þar sem hann var í samkeppni við risa á markaðnum eins og World of WarCraft, Guild Wars 2, Final Fantasy XIV: A Realm Reborn og Star Wars: The Old Republic. Eitt af stærstu vandamálum nýrra MMORPG leikja er að sannfæra fólk um að borga mánaðargjaldið og ESO var í vanda að sannfæra fólk sem voru ekki harðir Elder Scrolls aðdáendur að hoppa á leikinn í stað þeirra sem voru búnir að festa sér sess á markaðnum.

Líkt og áður er nauðsynlegt að kaupa eintak af ESO en með tilkomu Tamriel Unlimited viðbótarinnar sleppur spilarinn við að greiða mánaðargjöld sem fylgja mörgum fjölspilunarleiknum. Við hérna á NN höfum tæklað leikinn og viðbætur hans, Morrowind, Summerset, Elsweyr, Greymoor, Blackwood og nú er komið að High Isle.

Fyrir nokkrum vikum skrifuðum við um leikinn eftir að hafa spilað betuna af nýju uppfærslunni og læt ég smá texta úr þeirri grein fylgja hérna ásamt að vísa í greinina sjálfa hérna.

„Það eru tvær fylkingar sem eigast við í sögunni og sagan hefst við friðarviðræður stríðandi fylkinga sem hafa barist í „Three Banners War“ átökunum. 

Ascendant order sem njóta góðs af átökunum og fylla kistur sínar af gulli og vilja brjóta á bak öll bandalögin og gera Tamriel frjálst. Yfir samtökunum eru Ascendant Magus og Ascendant Lord. Hverjir þeir eru í raun veit enginn þar sem mikil leynd hvílir yfir öllu og allir ganga um með grímur.

Society of the Steadfast er hægt að líkja við Rauða Krossinn, þau eru að reyna að stöðva átökin og vilja huga að fólkinu og velferð þeirra.

Tales of Tribute er nýr spilaleikur sem minnir á Heartstone eða Gwent. Þetta er tavern/pub leikur sem er með PVE og PVP sögu hluta.”

Það sem er gaman við High Isle er að hann er í fyrsta sinn í Elder Scrolls leikjunum að leyfa spilurum að kanna svæði sem leikmenn hafa ekki áður upplifað.

Ég spilaði í gegnum um klukkutíma af High Isle og má finna myndband af því hérna fyrir neðan ásamt kynningu á leiknum í því.

„Nýtt svæði er kynnt til sögunnar í ESO: High Isle sem hefur ekki sést áður í neinum Elder Scrolls leik hingað til, þetta er eyjaklasinn Systres sem er staðsettur vestur af Tamriel. Í High Isle viðbótinni eru tvær stórar eyjur til að kanna, á eyjunni High Isle býr aðalsfólkið og síðan er það eyjan Amenos sem er fangaeyja. Allir sem standa á móti yfirvaldinu eða eru fyrir þeim valdamiklu eru sendir til Amenos og koma ekki til baka. Eyjan er vaxin þéttum frumskógi og er í raun stórt og opið fangelsi.”

Það var gaman að spila í gegnum sögu High Isle og upplifa það leynimakk sem var í gangi á eyjunum. Svæðið er fallegt að sjá og fjölbreytilegt. Ég hafði mjög gaman af því að sjá falleg sólblóma engi á High Island og minnti það mikið á evrópsk landslag.

Það eru um 20-30 tíma spilun í boði í ESO: High Isle og enn meiri ef að fólk sekkur sér í heimsviðburðina og nýjar prófanir (trials) sem er í boði.

Helsti vandinn við High Isle er þetta er meira af því sama sem hefur komið á undan í spilun leiksins. Sagan í High Isle er góð og er helsta ástæðan fyrir að ég var spenntur á kíkja á þessa viðbót ásamt því að kynnast nýjum förunautum, þeim Ember og Isobel.

Ef að þið hafið haft gaman af því þá er auðvelt að mæla með að stökkva á nýju viðbótina, Tales of Tribute spilaleikurinn er eitthvað sem ég giska á að sumir geta sökkt talsverðum tíma í. Því miður var hann ekki fyrir mig og ég reyndi að spila hann sem minnst. Stór plús þó fyrir leikarann Billy Boyd sem kynnir mann fyrir spilinu í leiknum.

Það verður forvitnilegt að sjá hvert The Elder Scrolls fer næst. Enn er nóg af lausu plássi á korti leiksins til að kanna. Ég væri einna mest þó til að sjá ZeniMax Online Studios tækla Fallout MMO leik byggðan á sömu tækni og ESO, maður getur víst alltaf látið sig dreyma.

Ég spilaði í gegnum ESO: High Isle á PC og mun útgáfan fyrir PlayStation 4/5 og Xbox One/Series X/S koma út þann 21. júní.

Eintak var í boð útgefanda

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Comments are closed.

Efst upp ↑