Greinar

Birt þann 20. september, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

0

Deathloop kemur á Xbox með nýjum uppfærslum

Deathloop kemur á Xbox með nýjum uppfærslum Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: "Ég kom, ég sá, ég drap" - Deathloop...fyrir dráparann

4

Hörku leikur


Ári eftir að hafa komið út á PC og PlayStation 5 þá er leikurinn Deathloop kominn út fyrir Xbox Series X|S leikjavélar Microsoft. Sony hafði tryggt sér einkaréttinn á leik Arkane Studios fyrir PS5 í ár með samningi við Bethesda Softworks útgefanda leiksins, sem vill til að er í eigu Microsoft, en þessir samningar voru gerðir fyrir þau kaup. Fyrr á þessu ári kom síðan út leikurinn Ghostwire Tokyo sem var líka hluti af sama samningi og ætti að skila sér á Xbox eftir að ár er liðið frá útgáfu hans.

Sagan er á þann hátt að leikmenn fara í fótspor Colt (Jason E. Kelley) sem vaknar þunnur á strönd á eyjunni Blackreef. Colt man lítið eftir því hvernig hann endaði á eyjunni og hefur gleymt hver hann er.

Hann kemst fljótt að því frá Julianna (Ozioma Akagha) að hann var einu sinni yfir öryggismálum eyjunnar og endaði það klárlega ekki vel fyrir hann. Nú er Julianna í hans starfi og hennar takmark er að stöðva Colt og viðhalda ástandi eyjunnar. Blackreef er nefnilega föst í tímalykkju þar sem dagurinn endurtekur sig endalaust og það er endalaust partý hjá þeim sem þar eru staddir. Til að brjóta lykkjuna og sleppa úr henni þarf Colt að drepa 8 hugsjónarmenn áður en dagurinn endar, ef ekki þá er hann dæmdur til að byrja þetta á ný.

Julianna stefnir á að stöðva hann og notar hvert tækifæri til að reyna að drepa hann ásamt því að hafa reglulega samband við Colt í gegnum talstöð og fylla í eyðurnar á minninu hans. Hún, eins og Colt, man nefnilega hlutina á milli lykkjanna. Þetta minni er einmitt hluti af því sem þú þarft á að halda til að  ná að sleppa loksins út og með því að kanna mismunandi tímabil og hverfi í leiknum er Colt að fylla upp í söguna og átta sig á því hvernig eyjan lenti í þessari stöðu og hvað hugsjónarmennirnir gerðu við hana.

Þetta er leikur sem er best að fara inn í pínu blint með söguna. Best er að upplifa hana með því að spila leikinn og kanna þau fjögur svæði sem leikurinn hefur upp á að bjóða í gegnum fjögur mismunandi tímabil. Ekki eru öll skotmörkin stödd á sama stað eða yfir höfuð á svæðinu, svo trixið er að átta sig hvernig er best að ná þeim í einni umferð og raða upp aðstæðum þannig að persónur verði á vissum stöðum, helst saman, svo að Colt nái að nái sem flestum í einu.

Við tókum leikinn fyrir í 29. þættinum  af Leikjavarpinu okkar þar sem við fórum nánar í hvernig leikurinn virkar ásamt að sýna ykkur úr spilun leiksins og gagnrýna hann hérna.

Ég er búin að vera að renna í gegnum Xbox Series X útgáfu leiksins og á PC í gegnum Microsoft Store og upplifa Golden Loop fría uppfærslu leiksins sem kom út fyrir leikinn á Steam, Epic Store og PlayStation 5.

Helstu nýjungarnar í þessari uppfærslu;

  • Stuðningur við netspilun leiksins á milli leikjavéla Sony og Microsoft ásamt Steam og Epic Store. Hægt er að slökkva á því í stillingunum ef maður vill ekki notast við það. 
  • Fugue hæfileikinn sem ruglar óvini þína og gerir þá pínu fulla og árásargjarna þegar þú uppfærir það til fulls.
  • Halps Prototype vopn sem er laser riffill.
  • Nýir Paint bomb óvinir sem hlaupa í áttina að þér og sprengja sig í loft með litríkum hætti.
  • Masquerade hæfileiki Juliana hefur verið uppfærður með nýjum viðbótum.
  • Ný 2 í 1 trinkets sem leyfa þér að notast við hæfileika tveggja án þess að það taki upp of mikið pláss í vopnabúrinu þínu.
  • Nýir leyndardómar hafa bæst við leikinn og endir leiksins hefur verið bættur

Fyrir þá sem hafa gaman af því að kanna leikjaheima, sökkva sér í sögu og valda usla með litríkum dauðum óvina þá er auðvelt að mæla með Deathloop á PC Xbox Series X|S og PlayStation 5. Leikurinn raðaði inn verðlaunum í lok ársins í fyrra og var með um 8.8 í meðaleinkunn á Metacritic

Leikurinn hefur bara batnað með uppfærslum síðasta árið og er t.d Photo Mode skemmtileg viðbót við leikinn sem kom fyrr á þessu ári.

„Lífið er ekki alltaf kaffi og kleinuhringir“ – Deathloop…fyrir þig

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑