Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Bethesda hélt sína fyrstu E3 kynningu í ár. Margir biðu spenntir eftir nánari upplýsingum um Fallout 4 en fyrirtækið birti stiklu úr leiknum fyrir stuttu. Bethesda kynntu nýjan Doom leik, Dishonored 2, sýndu sýnishorn úr Elder Scrolls Online, Elder Scrolls Legends, Battlecry og síðast en ekki síst – kynntu nýja Fallout leikinn! Nýr Doom leikur væntanlegur https://youtu.be/NteAPGprDJk Bethesda kynnti nýjan Doom og sýndu nokkur sýnishorn úr leiknum sem lítur ansi vel út. Doom Snapmap fylgir leiknum en þar geta spilarar búið til sín eigin borð, deilt sköpunarverki sínu með öðrum Doom spilurum og sótt efni sem aðrir spilarar hafa…

Lesa meira

Kynningin fyrir nýja Dishonored leikinn var heldur stutt hjá Bethesda á E3 tölvuleikjasýningunni. Í staðinn fyrir kynningu fengum við að sjá þessa mögnuðu stiklu úr leiknum. Síðar á þessu ári verður svo gefin út endurbætt útgáfa af fyrsta Dishonored leiknum fyrir PS4 og Xbox One og mun sú útgáfa heita Dishonored: Definitive Edition. https://youtu.be/UnsDyv-TtJg BÞJ / Heimild: Bethesda á E3 2015

Lesa meira

Í tengslum við Fallout 4 kynnti Bethesda leikinn Fallout Shelter á E3 tölvuleikjasýningunni. Leikurinn er ókeypis á App Store og er nú þegar fáanlegur um allan heim. Í Fallout Shelter sérð þú um öryggishólf (vault) og átt að sjá til þess að íbúar þess séu hamingjusamir og eigi nóg af mat og rafmagni. Þú getur fylgst með íbúunum, byggt ný herbergi, sent þau út í óvissuna (Wasteland) og margt fleira. Skoða Fallout Shelter í App Store https://youtu.be/nqJ0VnIbM94 BÞJ / Heimild: Bethesda á E3 2015

Lesa meira

Bethesda tilkynnti á E3 tölvuleikjasýningunni að Fallout 4 kæmi í verslanir 10. nóvember næst komandi. Sérstök safnaraútgáfa (Collectors Edition) verður gefin út af leiknum og mun sú útgáfa innihalda eftirlíkan af Pip-Boy. Hægt er að klæðast Pip-Boy, festa símann í sérstöku hólfi sem er innbyggt í Pip-Boy og nota hann fyrir skjá. Bethesda mun gefa út sérstakt app fyrir snjallsíma svo Pip-Boy mun virka á svipaðan hátt í raunveruleikanum og í leiknum. Þannig getur spilarinn fengið upplýsingar um ýmislegt í leiknum í gegnum appið (eða Pip-Boy). https://youtu.be/g5H7Qq8quKg?t=56s Tekið skal fram að appið virkar að sjálfsögðu líka án Pip-Boy. Appið verður…

Lesa meira

Bethesda tilkynnti útgáfudag Fallout 4 sem er 10. nóvember á þessu ári! Í þessum nýjasta Fallout leik byrjar leikurinn áður en kjarnorkúárás er gerð á borgina. Spilarinn býr til sína eigin persónu og er hægt að spila sem karl eða kona. Leikurinn gerist í bandarísku borginni Boston sem verður síðar fyrir kjarnorkuárás. Persónan í leiknum lifir árásina af og líða tvær aldir þar til leikurinn hefst fyrir alvöru. Þá stjórnar spilarinn afkomenda persónunnar sem hann stjórnaði áður og fær frelsi til að ráfa um stórt landsvæði, leysa ýmis verkefni og verja sig og berja aðra í þeirri eyðileggingu og ringulreið…

Lesa meira

Bethesda kynnti nýjan Doom leik á E3. Árið 1993 kom fyrsti Doom leikurinn á markað sem náði fljótt miklum vinsældum. Leikurinn var talinn einstaklega brútal á sínum tíma og er einn af þeim leikjum sem gerði fyrstu persónu skotleikina fyrst vinsæla. Bethesda sýndi nýtt sýnishorn úr leiknum sem lítur ansi vel út. Leikurinn minnir á blóðuga útgáfu af Halo, á sterum, í helvíti. https://youtu.be/u7g6BfvU6A8?t=1m21s Í sýnishorninu sjáum við meðal annars haglarann, plasma riffilinn og keðjusögina í verki. Einnig sjáum við hvernig spilarinn getur skipt um vopn í leiknum. Leikurinn mun bjóða upp á fjölspilun og virðist Bethesda hafa lagt mikla…

Lesa meira

Myndhöggvarinn Brian Muir mætir í Nexus laugardaginn 13. júní til að árita muni, myndir og fleira. Brian Muir bjó meðal annars til hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars út frá hönnun Ralph McQuarrie. Auk þess bjó Brian til Stormtrooper búningana og kom að gerð vélmennisins C-3PO í sömu mynd. Brian Muir hefur einnig búið til hluti fyrir Harry Potter, Indiana Jones, Krull, James Bond og margar fleiri vel þekktar myndir úr kvikmyndasögunni. Brian rukkar 3.000 kr fyrir hverja áritun, en algengt er að aðilar rukki upphæðir fyrir áritanir á ráðstefnum og hátíðum (t.d. London Film & Comic-Con og Mad Monster…

Lesa meira

Í fyrra var fyrsta gufupönkhátíð Íslands haldin í Bíldudal, sem breyttist þá tímabundið í ævintýralandið Bíldalíu. Ákveðið hefur verið að endurtaka viðburðinn í ár en í þetta skipti stendur íslenska gufupönkhátíðin yfir í heila viku, dagana 20.-27. júní. Upphitun verður á Gauknum miðvikudaginn 10. júní þar sem gufupönkarar ætla að hittast og koma sér í réttan gír með því að klæðast gufupönk fötum og hlusta á gufupönk tónlist Tengt efni: Gufupönkhátíð í Bíldalíu – Viðtal við Ingimar Oddsson Aðgangseyrir er 12.000 kr. í ár og fá gestir hátíðarinnar sérstakt vegabréf sem er merkt Bíldalíu. Gestir sem eiga eldra vegabréf frá…

Lesa meira

Valve sendi frá sér kynningarmyndband fyrir Steam Controller fyrir stuttu. Í myndbandinu sjáum við hvernig er hægt að nota þessa nýju tölvuleikjafjarstýringu en hún býður meðal annars upp á nokkuð stóran snertiflöt sem virkar á svipaðan hátt og fjartölvumúsin. Með þessari nýjung vonast margir til að geta spilað fleiri leiki (sérstaklega þá sem krefjast músar) í þægindum sófans og þar með sameinað kosti PC tölvunnar við leikjatölvunnar. Spilarar geta auk þess með auðveldum hætti breytt takkastillingum og þannig aðlagað fjarstýringuna að sínum þörfum. Verðið á Steam Controller er 50 Bandaríkjadalir, eða um 6.500 íslenskar krónur, og má áætla að gripurinn…

Lesa meira

Nýtt sýnishorn úr Mussikids, tónlistarleik ætlaður börnum, var birt á Facebook-síðu leiksins í dag. Það er íslenska fyrirtækið Rosamosi sem þróar leikinn, en þau hlutu nýverið styrk frá Nordic Game fyrir verkefnið. One minute Intro to Mussikids of Mussiland Posted by Mussikids on Friday, June 5, 2015 -BÞJ

Lesa meira