Fréttir1

Birt þann 15. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Fallout 4 kemur í verslanir 10. nóvember 2015

Bethesda tilkynnti útgáfudag Fallout 4 sem er 10. nóvember á þessu ári! Í þessum nýjasta Fallout leik byrjar leikurinn áður en kjarnorkúárás er gerð á borgina. Spilarinn býr til sína eigin persónu og er hægt að spila sem karl eða kona. Leikurinn gerist í bandarísku borginni Boston sem verður síðar fyrir kjarnorkuárás. Persónan í leiknum lifir árásina af og líða tvær aldir þar til leikurinn hefst fyrir alvöru. Þá stjórnar spilarinn afkomenda persónunnar sem hann stjórnaði áður og fær frelsi til að ráfa um stórt landsvæði, leysa ýmis verkefni og verja sig og berja aðra í þeirri eyðileggingu og ringulreið sem ríkir í Boston.

Hægt er að spila leikinn í 1. persónu og 3. persónu og er notast við V.A.T.S. bardagakerfið líkt og í fyrri leik. Einnig verður gamli góði Pip-Boy á sínum stað þar sem hægt verður að nálgast upplýsingar um hluti, vopn, persónur, kort o.fl. Einnig er hægt að spila kasettur í Pip-Boy og innihalda nokkrar kasettur tölvuleiki sem er hægt að spila, til dæmis klónútgáfu af Donkey Kong og Missile Command. Sérstök safnaraútgáfa (Collectors Edition) verður gefin út af Fallout 4 sem mun innihalda eftirlíkingu af Pip-Boy.

Á nokkrum stöðum Í Fallout 4 er hægt að byggja sitt eigið hús, raða húsgögnum, útbúa varnir gegn oboðnum gestum og fleira. Einnig er hægt að vera með rafmagn, rækta mat, og jafnvel skella hundahúsi í garðinn fyrir hundinn sem fylgir spilaranum um eyðilandið í Fallout 4. Hundurinn getur aðstoðað eigandann til dæmis með því að skoða og sækja hluti. Í Fallout 4 festast spilarar ekki í samtölum við aðrar persónur, heldur er hægt að ganga frá samtali hvar og hvenær sem er.

Flest allir hlutir þjóna einhverjum tilgangi í leiknum og verður hægt að nota mun fleiri hluti en áður til að útbúa vopn og búa til nýja hluti. Vopnin í leiknum eru mörg og geta spilarar breytt vopnunum og marga vegu, allt frá miði byssunnar yfir í hlaup og grip.

BÞJ / Heimild: Bethesda á E3 2015

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑