Fréttir

Birt þann 15. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Xbox 360 leikir munu virka í Xbox One

Phil Spencer mætti á sviðið í framhaldi á Recore og lofsyngur þann leik og framleiðendur hans. Út frá því þá byrjar Hr. Spencer að tala um að spilarar séu í efsta sæti hjá Xbox  og að Microsoft hlustar á hvað við höfum að segja. Í beinu framhaldi af því þá kemur hann með tilkynningu sem enginn bjóst við. Núna er hægt að spila gömlu 360 leikina á Xbox One, já lesandi góður, þú last rétt! Salurinn gjörsamlega missti sig við þessa tilkynningu, sem er ekkert skrítið því þetta kann að vera ein besta ákvörðun í sögu Xbox (fyrir utan að selja vélina án Kinect). Þetta á bæði við um leiki sem hafa verið keyptir í gegnum Internetið og hefðbundnum diskum.

HFH / Heimild: Microsoft á E3 2015

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑