Fréttir

Birt þann 15. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Pip-Boy mun fylgja með Fallout 4 Collectors Edition

Bethesda tilkynnti á E3 tölvuleikjasýningunni að Fallout 4 kæmi í verslanir 10. nóvember næst komandi. Sérstök safnaraútgáfa (Collectors Edition) verður gefin út af leiknum og mun sú útgáfa innihalda eftirlíkan af Pip-Boy. Hægt er að klæðast Pip-Boy, festa símann í sérstöku hólfi sem er innbyggt í Pip-Boy og nota hann fyrir skjá. Bethesda mun gefa út sérstakt app fyrir snjallsíma svo Pip-Boy mun virka á svipaðan hátt í raunveruleikanum og í leiknum. Þannig getur spilarinn fengið upplýsingar um ýmislegt í leiknum í gegnum appið (eða Pip-Boy).

Tekið skal fram að appið virkar að sjálfsögðu líka án Pip-Boy.
Appið verður fáanlegt á iOS og Android um leið og leikurinn kemur í verslanir.

BÞJ / Heimilid: Bethesda á E3 2015

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑