Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Komiði sælir, kæru lesendur, og velkomnir í nýtt, vikulegt innslag hér á Nörd Norðursins! Í þessu horni síðunnar verður farið um víðan völl í heimi myndasagna og ofurhetja. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á þessum oft spandex-klæddu persónum að fylgjast vel með, því við stefnum á að birta efni sem bæði aldagamlir aðdáendur sem og forvitnir áhorfendur ættu að hafa gaman af. Það tók ekki langan tíma að ákveða um hvað fyrsta greinin ætti að vera um. Hvað er meira viðeigandi en að fyrsta greinin okkar hér fjalli um fyrstu ofurhetjuna? Það er varla til það mannsbarn sem ekki þekkir…

Lesa meira

Alan Wake’s American Nightmare er Xbox Live Arcade leikur og er hann óbeint framhald af leiknum Alan Wake frá árinu 2010. Réttara væri að flokka hann sem aukapakka (expansion) fyrir Alan Wake rétt eins og The Signal og The Writer. Þegar Alan Wake kom út fékk hann mjög góðar viðtökur gagnrýnenda en honum til óhapps kom Red Dead Redemption út á sama tíma sem hafði áhrif á sölutölur. Remedy Entertainment hefur þrátt fyrir það talað um einhvers konar framhald af Alan Wake og lengi vel höfðu aðdáendur (þar á meðal undirritaður) beðið spenntir eftir hugsanlegu framhaldi þ.e.a.s. Alan Wake 2.…

Lesa meira

Í fyrra birti Erla prjónauppskrift að sveppahúfu úr Super Mario Bros. og nú er komið að því að prjóna heilasnigil (brainslug) úr vinsælu teiknimyndaþáttunum Futurama. Áhugasamir geta skoðað fleiri prjónaverk eftir Erlu á Facebook. Það sem þú þarft • Grænt garn, ég notaði afgangs gerviefna garn en hægt er að nota hvaða garn sem er. Muna að passa að prjónastærð passi garninu • Smávegis hvítt og svart garn fyrir augað • 4 prjóna • Nál til að ganga frá endum • Heklunál • Tróð Búkur Fitja upp 42 lykkjur, dreifa þeim jafnt á alla prjónanna og tengja í hring (passa…

Lesa meira

Eftir fimm vikna undirbúning og vikulangar kosningar liggur fyrir hvaða flúr sigraði keppnina um nördalegasta flúr Íslands. Í keppnina bárust alls 69 myndir af nördalegum flúrum frá 50 þátttakendum sem skarta glæsilegum flúrum sem tengjast tölvuleikjum, ofurhetjum, teiknimyndasögum, vísindaskáldskap,  hrollvekjum og öðru nördalegu. Það var svo í höndum almennings að kjósa nördalegasta flúrið. Þegar líða tók á kosningarnar var nokkuð ljóst að baráttan stóð fyrst og fremst milli Odds Gunnarssonar Bauer sem er með stórt flúr af Skull Kid úr tölvuleiknum The Legend of Zelda: Majoras Mask, og Andra Más Ágústssonar sem er með nafnið á liðinu sínu (clan) „haste“…

Lesa meira

Flestum okkar hefur langað að kíkja í einhvern af hinum risavöxnu og geisivinsælu Disney-fjölskyldugarða þar sem börnin skemmta sér konunglega og hinir fullorðnu uppgötva barnið í sér. Ný japönsk auglýsing fyrir einn Disney-garðinn (í Tokyo-borg nánar tiltekið) var frumsýnd nýlega í sínum þjóðlega teikmyndastíl. Auglýsingin var framleidd af hinu magnaða teiknimyndaframleiðslufyrirtæki Studio Madhouse. Japanskar sjónvarpsauglýsingar eru oftar en ekki þekktar fyrir að vera skrítnar og eitthvað sem við í vestræna heimuinum höfum oftar en ekki gert gys að. Þær auglýsingar sem eru jafnvel heldur eðlilegar fá fólk haldið vægri xenófóbíu til að skjálfa úr hræðslu. Hinsvegar er auglýsingin fyrir Tokyo Disney…

Lesa meira

Heppnir hátíðargestir EVE Fanfest 2012 fengu að prófa prufuútgáfuna af DUST 514, en leikurinn er væntanlegur í verslanir núna í sumar. Í þessu stutta myndbroti, sem tekið var upp á hátíðinni, sjáum við hluta af þeim fjölbreytileika sem leikurinn mun bjóða upp á. Meðal annars er hægt að nota ýmiskonar farartæki til að ráðast á andstæðingana og til að ferðast á milli staða. – BÞJ

Lesa meira

Fjórða árlega ráðstefnan um stafrænt frelsi verður haldin 29. mars næstkomandi í Bíó Paradís. Viðfangsefni ráðstefnunnar í ár eru tvö, opið aðgengi að vísindalegu efni og samspil réttinda almennings og sérhagsmuna. „Undanfarið ár hafa ógnir við frelsi netsins aukist verulega en á sama tíma eru netnotendur farnir að svara fyrir sig,“ segir Tryggvi Björgvinsson, formaður FSFÍ. „Nú er mikilvægt að netnotendur átti sig á stöðunni og snúi vörn í sókn. Þessi ráðstefna er skref í þá átt.“ Framgangur vísindanna er annað viðfangsefni ráðstefnunnar með kröfunni um opinn aðgang að niðurstöðum og gögnum rannsókna. Þessi krafa hefur orðið hærri undanfarna mánuði þar…

Lesa meira

EVE Fanfest 2012 fór fram í Hörpunni 22.-24. mars og fylgdist Nörd Norðursins grannt með hátíðinni. Daníel og Kristinn voru á staðnum og birtu heitustu fréttirnar frá hátíðinni jafnóðum á heimasíðu okkar. Í tilefni þess að EVE Fanfest 2012 er lokið höfum við tekið saman allar þær fréttir sem birtust á síðunni okkar í tengslum við hátíðina. KYNNING Á DUST 514 Það var komið að því, tími til heyra það nýjasta um DUST 514 frá framleiðendunum sjálfum og setning ráðstefnunnar EVE Fanfest 2012. Mörg hundruð manns voru saman komnir í Hörpuna og biðu fyrir utan stærsta sal hússins sem…

Lesa meira