Fréttir1

Birt þann 29. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ofurkrúttlegt Disneyland í Tokyo [MYNDBAND]

Flestum okkar hefur langað að kíkja í einhvern af hinum risavöxnu og geisivinsælu Disney-fjölskyldugarða þar sem börnin skemmta sér konunglega og hinir fullorðnu uppgötva barnið í sér. Ný japönsk auglýsing fyrir einn Disney-garðinn (í Tokyo-borg nánar tiltekið) var frumsýnd nýlega í sínum þjóðlega teikmyndastíl. Auglýsingin var framleidd af hinu magnaða teiknimyndaframleiðslufyrirtæki Studio Madhouse.

Japanskar sjónvarpsauglýsingar eru oftar en ekki þekktar fyrir að vera skrítnar og eitthvað sem við í vestræna heimuinum höfum oftar en ekki gert gys að. Þær auglýsingar sem eru jafnvel heldur eðlilegar fá fólk haldið vægri xenófóbíu til að skjálfa úr hræðslu. Hinsvegar er auglýsingin fyrir Tokyo Disney heilmikil krúttbomba sem vermir hjartarætur almennilega, en það er annað sem Japanar eru þekktir fyrir í menningu sinni; krúttleika!

Auglýsingin er líklegast ætluð til að vekja áhuga á fjölskyldugarðinum á ný, því eftir að garðurinn var opnaður aftur eftir jarðskjálftann í fyrra hefur þeim ekki gengið eins vel og áður. Í auglýsingunni er ný viðbót garðsins, Disney Royal Dream Wedding, einnig kynnt til sögunnars.


Finnst einhverjum öðrum skrítið að Disney séu með fjölskyldugarð í Tokyo, þar sem Japanir eru eiginlega með sinn eigin fjölskyldugarð byggðan á stóru teiknimyndafyrirtæki, Studio Ghibli Museum, sem byggist að mestu leyti á verkum hins „japanska Disney“, Hayao Miyazaki? Auglýsingin höfðar greinilega til fólks á öllum aldri og er óneitanlega hjartnæm. Ég finn bókstaflega fyrir 8 ára pollanum í mér toga í bolinn minn úr spenningi yfir að fara þangað.

 

Heimildir: Theme Park Tourist og Disney Fairy Tale Wedding.

Axel Birgir Gústavsson

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑