Foreldrum ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni. Ár hvert kaupa fjölmargir foreldrar tölvuleiki sem eru alls ekki ætlaðir börnum, og í kjölfarið myndast gjarnan illa upplýst umræða um hugsanlega skaðsemi slíkra leikja. Í ljósi þess er ágætt að rifja upp hvað PEGI (Pan European Games Information) merkingarnar þýða, en þær er að finna á bakhlið tölvuleikja hérlendis. PEGI er samevrópsk flokkunarkerfi sem segir til um innihald leiksins og fyrir hvaða aldurshóp leikurinn er ætlaður. Listi yfir allar PEGI merkingar Eftirfarandi skýringar er að finna á heimasíðu PEGI: PEGI 3 : Leikir sem fá…